Category

Skýrslur og greinar
Kveðja frá Kvenréttindafélagi Íslands til minningar um Björgu Einarsdóttur (1925-2022) Fallin er frá Björg Einarsdóttir, heiðursfélagi Kvenréttindafélags Íslands. Björg stóð í áratugi fremst í flokki þeirra kvenna sem börðust fyrir jafnrétti kynjanna og var meðal annars ein þeirra sem skipulagði kvennafrídaginn 1975.  Björg var virk í starfi Kvenréttindafélags Íslands frá 1975 og alveg til dauðadags....
Read More
Kveðja frá Kvenréttindafélagi Íslands til minningar um Sigríði Th Erlendsdóttur (1930 – 2022) Sigríður Th. Erlendsdóttir vann ómetanlegt stórvirki fyrir Kvenréttindafélagið og kvennasögu á Íslandi þegar hún skrifaði bókina “Veröld sem ég vil“, sem kom út árið 1993 og er saga Kvenréttindafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992, sem og sögu jafnréttisbaráttunnar á 20. öld....
Read More
Sumarið 2022 vann Birta Ósk rannsókn fyrir Kvenréttindafélagið með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Rannsókninni var ætlað að skoða stöðu kvára í íslensku samfélagi og ber skýrslan heitið „Að vera kvár á Íslandi: Hvað felst í kynjajafnrétti fyrir kvár?“. Hægt er að lesa meira um skýrsluna hér að neðan: Rannsóknin „Að vera kvár á Íslandi“ eftir...
Read More
Sumarið 2021 vann Birna Stefánsdóttir rannsókn fyrir Kvenréttindafélagið með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Rannsókninni var ætlað að skoða kynjaða umfjöllun í aðdraganda Alþingiskosninga haustið 2021 og bar skýrslan heitið: „Kynlegar kosningar: Hlutur kvenna á framboðslistum stjórnmálaflokka og í umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda alþingiskosninga 2021“ Hægt er að lesa meira um skýrsluna hér að neðan: Kynlegar...
Read More
Birta Ósk, starfsnemi Kvenréttindafélags Íslands, hefur verið að rannsaka félagslega stöðu kvára á Íslandi og segir mikla þörf á vitundarvakningu um hópinn, sem sé að miklu leyti ósýnilegur. Hán segir að bæði almenningur og stjórnvöld geti gert margt til að sporna við þeim hindrunum sem kvár mæta. Birta Ósk verður með erindi á fimmtudaginn næstkomandi...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland undirritaði Kvennasáttmálann (e. CEDAW: Convention...
Read More
Í byrjun árs fór Jafnréttisstofa ásamt forsætisráðuneytinu og Kvenréttindafélagi Íslands af stað með #játak þar sem stjórnmálaflokkar voru hvattir til að huga að fjölbreytileika við uppstillingar á lista og við prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstu helgi. Það er nefnilega mikilvægt að fjölbreyttar raddir komi að allri ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. Konum hefur fjölgað jafnt...
Read More
Sveitarstjórnir sinna allskyns verkefnum fyrir allskyns fólk. Það er því brýnt að framboð til sveitarstjórna endurspegli fjölbreytileika mannlífsins. Í Byggðaáætlun stjórnvalda er tekið fram að mikilvægt sé að viðhalda jöfnu kynjahlutfalli í sveitarstjórnum landsins og hvetja fjölbreyttan hóp til þátttöku í sveitarstjórnarmálum. Var því farið af stað í #JÁTAK sem er jafnréttisátak í fjölbreytni. Við...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Kvenréttindafélag Íslands fagnar í dag 115 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 með það að markmiði að berjast fyrir kosningarétti kvenna og hefur alla tíð unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir að hafa starfað á...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands sendi í sumar skuggaskýrslu til Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd stjórnmála á mannréttindamálum á Íslandi, sem skrifuð var ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands, Barnaheill, Landssamtökin Þroskahjálp og Siðmennt. Var skýrslan skrifuð sem hluti af reglubundnu eftirliti Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál (Universal Periodic Review – UPR), en ríki heims gangast undir þetta eftirlit á fjögurra ára fresti og...
Read More
  Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands hélt eftirfarandi ræðu á samstöðufundi með konum á flótta 4. desember.  Kvenréttindafélag Íslands vinnur að kvenréttindum allra kvenna á Íslandi. Við vinnum að mannréttindum allra og gegn hvers konar mismunun. Við mismunum ekki konum eftir félagsstöðu, uppruna eða ástæðum fyrir veru þeirra hér á landi. Það hryggir okkur og...
Read More
Stefanía Sigurðardóttir stjórnarkona Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Í desember er okkur tamt að hugsa um þá sem minna mega sín. Við sem eigum nóg ættum að deila með þeim sem eiga um sárt að binda. Söngtextinn sem hefur ómað nánast hver jól á mínu heimili segir að kærleikurinn sé hinn mikli sjóður og...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Stígamót hafa í sameiningu skilað viðbótarskýrslu við skýrslu stjórnvalda um framkvæmd Istanbúlssamningsins, samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Istanbúlsamningurinn var samþykktur á vettvangi Evrópuráðsins 11. maí 2011 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum sama dag. Samningurinn var loks fullgiltur þann 26. apríl...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra hafa skrifað eftirfarandi grein: Í haust birtust nýjar tölur frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að launamunur kynjanna heldur áfram að minnka hér á Íslandi. Munurinn á heildarlaunum kvenna og karla er nú 22,8% og hefur minnkað töluvert frá árinu á undan þegar...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands, Barnaheill, Landssamtökin Þroskahjálp og Siðmennt skilað inn skuggaskýrslu til Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd stjórnmála á mannréttindamálum á Íslandi. Þessi skuggaskýrsla var skrifuð sem hluti af reglubundnu eftirliti Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál (Universal Periodic Review – UPR), en ríki heims gangast undir þetta eftirlit á fjögurra ára fresti. Ísland verður...
Read More
  19. júní 1915 unnu konur á Íslandi kosningarétt. Enn vinnum við að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Við náum aldrei kynjajafnrétti hér á landi ef konur taka ekki fullan og jafnan þátt í allri ákvarðanatöku. Jafnrétti verður aldrei náð ef það er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu. #19júní...
Read More
Ellen Calmon borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem...
Read More
NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt tengslanet styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Tengslanetið er hannað til að bjóða upp á ráðgjöf og þjálfun og til að valdefla konur af erlendum uppruna. Verkefnið snýr ekki aðeins að konum heldur einnig að körlum og...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Það berast slæmar fréttir frá Tyrklandi þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti nýlega því yfir að Tyrkland segði sig frá samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúlsamningi. Þessi ákvörðun Tyrklandsforseta er mikið bakslag í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og...
Read More
Eva Huld Ívarsdóttir lögfræðingur og stjórnarkona Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Þessa dagana taka mannréttindasamtök um allan heim þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Ofbeldi gegn konum er rótgróið í samfélagi okkar og þrífst á tímum heimsfaraldursins COVID-19. Af tilkynningum að dæma virðist mynstur ofbeldisins þó hafa breyst, heimilisofbeldi og ofbeldi gegn...
Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Vefsíðan Betrafæðingarorlof.is var opnuð á Kynjaþingi nú fyrr í mánuðinum, en þar eru birtar staðreyndir byggðar á rannsóknum um fæðingarorlof á Íslandi og í nágrannalöndunum. Þessar rannsóknir sýna skýrt að þátttaka feðra í fæðingarorlofinu hefur haft afar jákvæð áhrif, meðal annars að feður taka...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: 45 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum, þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu og um 25.000 konur söfnuðust saman á útifundi á Lækjartorgi í einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Konur söfnuðust einnig saman víða um land til að leggja áherslur á mikilvægt vinnuframlag kvenna. Kvennafrídagurinn...
Read More
Stefanía Sigurðardóttir stjórnarkona Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Þegar ég komst að því að ég væri ólétt fyrir rúmu ári síðan þá vissi ég að lífið yrði aldrei eins fyrir mig og kærasta minn, við yrðum von bráðar foreldrar. Þetta voru hinar mestu gleðifregnir sem við hefðum getað óskað okkur. Á fyrstu mánuðum meðgöngu...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra hafa skrifað eftirfarandi grein: Nú liggja fyrir drög að nýju frumvarpi um fæðingarorlof þar sem það er lengt í tólf mánuði og foreldar fá loks jafnan rétt til orlofs. Með þessu frumvarpi er stórt skref tekið í átt til þess að jafna stöðu kynjanna...
Read More
Við leitum að konum átján ára og eldri á vinnumarkaði, í öllum starfsgreinum og störfum, til að taka þátt í rannsókn á reynslu og skilningi kvenna á kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Belma Hajder, meistaranemi í mannfræði við háskólann í Árósum og starfsnemi við Kvenréttindafélag Íslands, vinnur að rannsókn sem fjallar um hvernig konur í ólíkum störfum...
Read More
Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, ávarpaði baráttufund Eflingar í Iðnó 26. febrúar 2020. Sæl öll! Frá upphafi hefur barátta fyrir kvenfrelsi verið samofin baráttu fyrir bættum kjörum kvenna. Kvenréttindafélag Íslands  var stofnað árið 1907 með það að markmiði að íslenskar konur fái á öllum sviðum sama rétt og karlar, þar á meðal rétt til atvinnu. ...
Read More
Það eru aðeins tvö ár síðan #MeToo byltingin hófst, þegar fyrstu hópar kvenna sendu frá sér yfirlýsingar og sögur af áreitni og ofbeldi á vinnustað. 4,2% kvenna á Íslandi úr ýmsum starfstéttum skrifuðu undir áskoranir þar sem þær setu fram kröfur sínar um að fá að vakna, vinna, taka þátt í daglegu lífi og athöfnum...
Read More
Þrjú norræn kvenréttindasamtök, Sveriges Kvinnolobby, Kvenréttindafélag Íslands og Norges Kvinnelobby, stóðu fyrir fundi þriðjudaginn 22. október síðastliðinn þar sem rætt var um jafnrétti í fæðingarorlofi. Fundurinn var haldinn í Stokkhólmi. Samtökin kynntu nýja samanburðarskýrslu um fæðingarorlof á Norðurlöndum, Föräldraledig? Mer än köksbordsfråga, og greindi Andrés Ingi Jónsson alþingismaður frá íslenska fæðingarorlofskerfinu og fyrirhugaðum breytingum á...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands steig á stokk á alþjóðlegu ráðstefnunni #MeToo: Moving Forward sem haldin var í Hörpunni dagana 17.-19. september 2019. Þar ræddi hún um stöðu erlendra kvenna á Íslandi og #MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna. Dear friends, I am inspired by the opportunity to speak at this conference. To those of...
Read More
Stéttarfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld þurfa að bregðast við #metoo umræðunni og grípa tafarlaust til aðgerða. Þetta er niðurstaða fjölmenns fundar #metoo kvenna sem bandalög stéttarfélaga og Kvenréttindafélag Íslands stóðu fyrir nýverið. Í skýrslu sem unnin hefur verið upp úr ábendingum fundargesta, sem komu úr fjölmörgum #metoo hópum kvenna, kemur fram sú krafa að allir taki...
Read More
Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélagsins ávarpaði ársþing alþjóðasamtakanna WPL – Women Political Leaders, sem fundaði í Hörpu dagana 28.-30. nóvember 2017. Þar flutti hún eftirfarandi ræðu: We are here to talk about gender equality in Iceland. About the current situation of gender equality. We want start by showing you a video about the strike of...
Read More
Sláandi kynjabil er meðal tilefninga og handahafa menningarverðlauna Norðurlandaráðs samkvæmt nýrri rannsókn. Norðurlandaráð veitir árlega fjögur verðlaun, Bókmenntaverðlaunum Norðurðurlandaráðs, Barna- og unglingabókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs, Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs og Tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð hefur látið gera rannsókn á kynjahlutföllum meðal tilnefndra höfunda og listamanna og verðlaunahafa og eru niðurstöðurnar sláandi. Standa konur best að vígi þegar litið er á...
Read More
Kvenréttindafélagið hefur unnið samnorræna rannsókn á stafrænu ofbeldi gegn konum á Norðurlöndum, með áherslu á upplifun þolenda að réttlæti, í samstarfi við Kvinderådet í Danmörku og KUN – Senter for kunnskap og likestilling í Noregi. Rannsóknin var framkvæmd í þremur löndum, Íslandi, Noregi og Danmörku, og var markmið hennar að rannsaka mismunandi birtingarmyndir stafræns ofbeldis í...
Read More
Mánudaginn 19. júní 2017 fagnaði Kvennaheimilið Hallveigarstaðir 50 ára afmæli sínu. Að því tilefni var blásið til afmælisveislu að Hallveigarstöðum og mættu rúmlega 200 gestir. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélagsins og formaður húsnefndar Hallveigarstaða ávarpaði fundinn, sem og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Á fundinum afhenti húsnefnd Hallveigarstaða frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands og...
Read More
Í gærkvöldi var frumsýnd stikla um Kvennafríið 2016 á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Stiklunni var leikstýrt af Leu Ævarsdóttur og tónlistin er eftir Mammút. Stiklan var sýnd á viðburði sem haldinn var af íslensku sendinefndinni í New York, aðgerðarhóp um launajafnrétti og Kvenréttindafélagi Íslands. Í stiklunni birtast myndskeið frá baráttufundi sem haldinn...
Read More
Kvikmyndir eftir karla eru í miklum meirihluta þeirra kvikmynda sem teknar eru til sýninga á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands og Stockholms feministiska filmfestival hafa unnið rannsókn á kvikmyndum sem teknar voru til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum og á RÚV árið 2016. Niðurstöðurnar eru sláandi. Konur leikstýrðu aðeins 7% af kvikmyndum sem teknar voru til sýninga í...
Read More
24. október 2016 var haldinn baráttufundur á a.m.k. 21 stað á landinu til að mótmæla kjaramisrétti kynjanna á Íslandi. Fundir voru haldnir á Akureyri, Bolungarvík, Borgarnesi, Djúpavogi, Egilsstöðum, Grindavík, Grundarfirði, Hellu, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri, Neskaupstað, Patreksfirði, Reykjanesbæ, Reykjavík, Sauðárkróki, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum, Vopnafirði og Ölfus. Þessi mótmæli kvenna á kjaramisrétti í íslensku samfélagi...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands, Stígamótum, Kvennaráðgjöfinni og Amnesty á Íslandi skilað inn skuggaskýrslu til Sameinðu þjóðanna um framkvæmd stjórnmála á mannréttindamálum á Íslandi. Þessi skuggaskýrsla var skrifuð sem hluti af reglubundnu eftirliti Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál (Universal Periodic Review – UPR), en ríki heims gangast undir þetta eftirlit á fjögurra ára fresti. Ísland...
Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, átti einkafund með meðlimum nefndar um Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna í dag, og svaraði spurningum sem höfðu vaknað við lestur ávarpsins á opna fundi nefndarinnar í gær og við lestur skuggaskýrslunnar sem samtökin skiluðu inn fyrr á árinu. Einnig sat fundinn Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem tók þátt...
Read More
63. fundur nefndar um Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna var settur í morgun í Genf, en þar verður framkvæmd Íslands á Kvennasáttmálanum tekin fyrir. Kvenréttindafélag Íslands sendi ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands inn skuggaskýrslu til nefndarinnar, þar sem bent var á brotalamir í lagasetningu og áætlunum ríkisins, og hvað betur mætti fara í starfi ríkisins til að útrýma mismunun gagnvart...
Read More
Nú er komin út á vefnum „Stöðvum hrelliklám: Löggjöf og umræða“, skýrsla Kvenréttindafélags Íslands um hrelliklám. Í skýrslunni er farið yfir lagasetningar ýmissa landa gegn hrelliklámi og rýnt í viðhorf íslenskra ungmenna til hrellikláms. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann skýrsluna sumarið 2015 og var starf hennar styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís. Þrátt fyrir ungan aldur...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands og Mannréttindaskrifstofa Íslands hafa skilað inn svokallaðri skuggaskýrslu til nefndar Sameinuðu þjóðanna, sem nú undirbýr fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins verða yfirheyrðir um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland undirritaði samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, eða Kvennasáttmálann eins og hann er betur þekktur (e. CEDAW: Convention on the Elimination of All...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur skilað inn grein til alþjóðlega ritsins Global Information Society Watch. GISWatch kemur út árlega, og í þeim birtast greinar sem tengjast mannréttindum, lýðræði og veraldarvefnum. Í ár var GISWatch helgað efninu „Kynfrelsi og internetið“. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skilaði inn grein fyrir hönd Kvenréttindafélagsins, og fjallaði grein hennar um samfélagsumræðuna vorið 2013...
Read More
Flestir vita að í ár fögnum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. En vissuð þið að í dag eru 100 ár liðin frá því að fyrsti barnagæsluvöllur landsins var stofnaður? Árið 1915 voru íbúar Reykjavíkur 14.000 og fór ört vaxandi. Bríet Bjarnhéðinsdóttir lagði til á aðalfundi Kvenréttindafélagsins að leita til kaupmanna og „annarra efnamanna bæjarins“...
Read More
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, hélt barátturæðu á Austurvelli 19. júní 2015, þegar Íslendingar héldu upp á að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Til hamingju með daginn! Gleðilegt hátíðarár! Í janúar leit út fyrir að þetta ár yrði eins og hvert annað hátíðarár þar sem litið yrði friðsamlega yfir...
Read More
Steinunn Stefánsdóttir varaformaður Kvenréttindafélags Íslands hélt hátíðarræðu á Hrafnseyri, fæðingarbæ Jóns Sigurðssonar, 17. júní 2015.       Komið þið sæl og gleðilega hátíð! Í greininni “Endurminningar um Jón Sigurðsson IV“ eftir Indriða Einarsson sem birtist í tímaritinu Skírni árið 1911 er að finna eftirfarandi frásögn af kvöldstund sem Indriði átti með þeim hjónum, Jóni...
Read More
Magdalena, ung stúlka í 7. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, sendi Kvenréttindafélaginu þrjár spurningar til að hjálpa sér við að vinna plakat og fyrirlestur um kvenréttindi. Framkvæmdastýra reyndi að svara eftir bestu getu. Stórt er spurt, enda málefnið stórt!   1. Er femínismi sama og kvenréttindi/barátta? Þetta er afskaplega góð spurning. Þessi hugtök eru mjög svipuð,...
Read More
Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands Á aðalfundi Kvenréttindafélags Íslands þ. 28. apríl 2015 var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að breyta löggjöf um fóstureyðingar. Á fundinum áttu sér stað frjó skoðanaskipti um málið, en ályktunin var samþykkt með einu mótatkvæði og hjásetu tveggja. Ein spurninganna sem kom upp í umræðunni var...
Read More
Í ársriti Kvenréttindafélags Íslands 19. júní 1999 birtist grein eftir Þór Jakobsson um Sigurð Jónasson, þýðanda Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill. Greinin var skrifuð í kjölfar endurútgáfu Hins íslenska bókmenntafélags á þessu grundvallarriti vestrænnar kvenréttindabaráttu (smellið hér til að lesa netútgáfu á þýðingu Sigurðar á Kúgun kvenna). Sumarið 2015 verður afhjúpaður minnisvarði um Sigurð...
Read More
Landsbókasafn setti á dögunum á netið fyrstu fundargerðabók Hins íslenzka kvenfélags, sem var stofnað 1894 og hætti störfum í kringum árið 1930. Hið íslenzka kvenfélag var fyrsta félagið sem hafði það á stefnuskrá sinni að berjast fyrir kvenréttindum og kosningarétti kvenna. Ítarleg grein um félagið, Kvenréttindi og líknarmál í einni sæng, var skrifuð af Kristínu Ástgeirsdóttur,...
Read More
1 2