Kvenréttindafélag Íslands lýsir yfir stuðningi við þær konur sem leita nú réttar síns gagnvart þjóðkirkjunni. Verður vart á milli séð hvort er verra, kynbundið ofbeldi sálusorgarans eða harðsnúin þöggun innan kirkjunnar. Með hliðsjón af framvindu mála er ljóst að það hefur krafist mikils hugrekkis af þeim konum sem í hlut eiga og málsvörum þeirra, að knýja fram réttláta málsmeðferð. Stjórn Kvenréttindafélagsins hvetur yfirstjórn þjóðkirkjunnar að íhuga vandlega hver lokaskref málsins verða af hennar hálfu, enda ljóst að þær málslyktir eru fordæmisgefandi fyrir þær stofnanir sem taldar eru til grunnstoða samfélagsins.


Kvenréttindafélag Íslands lýsir yfir stuðningi við þær konur sem leita nú réttar síns gagnvart þjóðkirkjunni. Verður vart á milli séð hvort er verra, kynbundið ofbeldi sálusorgarans eða harðsnúin þöggun innan kirkjunnar. Með hliðsjón af framvindu mála er ljóst að það hefur krafist mikils hugrekkis af þeim konum sem í hlut eiga og málsvörum þeirra, að knýja fram réttláta málsmeðferð. Stjórn Kvenréttindafélagsins hvetur yfirstjórn þjóðkirkjunnar að íhuga vandlega hver lokaskref málsins verða af hennar hálfu, enda ljóst að þær málslyktir eru fordæmisgefandi fyrir þær stofnanir sem taldar eru til grunnstoða samfélagsins.

Aðrar fréttir