Velkomin á Islandia, stuttmynd eftir Eydísi Eir Brynju- og Björnsdóttur, sem sýnd verður í Bíó Paradís laugardaginn 18. janúar kl. 14:00. Myndin segir frá reynslu hennar sem þolandi ofbeldis og leit hennar að réttlæti.
Í lok sýningarinnar tekur Eydís Eir þátt í pallborðsumræðum ásamt Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands, Sólveigu Daðadóttur gjaldkera Femínistafélag Íslands og fræðslustjóra Q samtakanna, og Stellu Samúelsdóttur framkvæmdastjóra Landsnefndar UNWomen á Íslandi. Paula Gould stýrir umræðum.
Myndin er sýnd á vegum RVK Feminist Film Festival, og allur ágóði af miðasölu fer til UNWomen til að styrkja konur út um allan heim sem hafa þurft að þola kynbundið ofbeldi.