Kvenréttindafélag Íslands hefur skilað inn umsögn til Reykjavíkurborgar um breytingar á gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Í umsögninni bendir félagið á að:

Vanmat á virði kvennastarfa eins og leikskólastarfsfólks birtist ekki bara í lágum launum heldur líka í óviðunandi kröfum og starfsumhverfi.

Lausnin á því er ekki að velta vandanum yfir á heimili ungra barna heldur að fullfjármagna, skipuleggja og móta stefnu byggða á því að
– Leikskólar eru grunndvallarstofnanir samfélagsins
– Laun og starfsumhverfi leikskólakennara verður að miða við að starfið er eitt af þeim allra mikilvægustu í samfélaginu
– Atvinnuþáttaka kvenna er beintengd góðum dagvistunarúrræðum á viðráðanlegu verði
– Ung börn þroskast vel í góðum dagvistunarúrræðum

Með því að draga úr þjónustu leikskóla án þess að rýna áhrif þess á kynjajafnrétti og þroska ungra barna erum við að taka skref aftur til fortíðar.

Aðrar fréttir