Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn Konur og karlar á Íslandi 2008, í samstarfi við Hagstofu Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytið. Um er að ræða samantekt á helstu tölum um hlutfall kynjanna í ýmsum málaflokkum. Í bæklingnum er meðal annars að finna upplýsingar um stöðu kynjanna á atvinnumarkaðnum, í menntakerfinu og í áhrifastöðum, ásamt upplýsingum um mannfjölda, fjölskyldur og fæðingarorlof. Bæklingurinn er hugsaður til að kynna stöðu jafnréttismála á Íslandi og hefur hann einnig verið gefin út á ensku. Hægt er að lesa bæklinginn í pdf-formi á heimasíðu Jafnréttisstofu www.jafnretti.is