..við Þvottalaugarnar í Laugardalnum á Hvítasunnudag kl. 13:00. Fjöldi kvenna ásamt börnum og körlum mættu til að íhuga í þögn fyrir betri heimi komandi kynslóðum til handa. Myndir má sjá hér á heimasíðunni (Myndir). Einnig stóðu konur á landsbyggðinni fyrir viðburðinum á nokkrum stöðum. KRFÍ fékk t.d. fréttir af konum á Ísafirði sem stóðu saman þar.
Nokkrir þátttakendur deildu hugsunum sínum í örstuttum setningum:
- Í konum og börnum býr mestur óvirkjaður kraftur. Með samtakamætti á jákvæðum nótum getum við breytt miklu.
- Börn deyja úr vatnsskorti víða um heim. Einn þátttakandi hyggst vekja samstarfsfólk sitt til umhugsunar um þá staðreynd með því að bjóða öllum upp á vatnsglas og biðja fólk að íhuga hvað við getum gert til að breyta því.
- Börn eru oft hundsuð og tilvera þeirra ekki viðurkennd né heldur er borin virðing eða hlustað á skoðanir þeirra.
- Grátur – þjáning – ást – mannleg reisn.
- Fólk á að skipta sé af ef það telur að gert sé á hlut barna – ekki líta undan.
- Við getum hjálpað börnum innflytjenda til að aðlagast Íslandi.
- Virðing fyrir fólki. Samkennd með fólki eins og það er.
- Byrjum heima að hlúa að okkar eigin heimili og börnum.
- Hvernig nýtum við jörðina? Barnaþrælkun og að vera meðvitaður um kaup á vörum.
- Konur á Vesturlöndum geta stutt konur í þróunarlöndum.