19. júní nálgast og að venju fögnum við deginum í samvinnu við önnur kvennasamtök. Við hvetjum einnig fólk til að vera í/bera eitthvað bleikt þennan dag til að sýna samstöðu við jafnréttis- og kvennabaráttuna.

Dagskrá:

Kl. 16:15  Kvennasöguganga undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns Íslands. Gangan hefst við Bríetarbrekku á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs í Reykjavík. Gengið verður um Þingholtin, Kvosina og endar við Hallveigarstaði v/Túngötu.

Kl. 17:00  Móttaka Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambands Íslands og Bandalags kvenna í Reykjavík í samkomusal Hallveigarstaða, kjallara. Erindi flytja:

  • Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ
  • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður
  • Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri 19. júní

17:30  Veitingar og kaffispjall.

Allir velkomnir

 

Aðrar fréttir