International Alliance of Women hefur gefið út fréttabréf sitt fyrir desember 2014. Í fréttabréfinu er m.a. hægt að lesa um umræður í Kanada og Írlandi um kaup á vændi, örfréttir frá Egyptalandi, Pakistan, Indlandi og Bretlandi, og frekari upplýsingar um hliðarviðburðina sem IAW skipuleggur nú fyrir CSW 59, þ.e.a.s. fyrir fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem haldinn verður í New York 9.-20. mars 2015.

Hliðarviðburðirnir sem IAW stendur fyrir að þessu sinni bera titlana: Lessons Learnt from Presidents and Prime Ministers Worldwide og Deeds – No Words — Implementing CEDAW and UN SC Resolution 1325.

Félagsmenn Kvenréttindafélags Íslands geta tekið þátt í fundarhöldum Sameinuðu þjóðanna, en þeir þurfa að skrá sig í gegnum félagið. Ef þið hafið áhuga á að sækja CSW 2015, hafið samband við okkur á netfanginu: kvenrettindafelag @ kvenrettindafelag.is.

Lesið fréttabréf IAW fyrir desember 2014 hér.

Aðrar fréttir