Femínistafélag Íslands heldur HITTið 2. desember kl. 20 á efri hæð Sólon.
Æviminningar hafa ávallt verið vinsælar bækur í jólapökkum Íslendinga en framan af öldinni voru karlmenn í miklum meirihluta þeirra sem slíkar bækur fjölluðu um. Konur hafa á síðustu árum sótt í sig veðrið á þessu sviði þó enn hafi karlmennirnir yfirhöndina.
Margrét Pála Ólafsdóttir og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir munu velta því fyrir sér hverju þetta sætir og hvort einhver eðlismunur sé á endurminningabókum karla og kvenna á HITTINU að þessu sinni.
Þær munu einnig lesa uppúr viðtalsbók Þórunnar Hrefnu við Margréti Pálu: Ég skal vera Grýla.
Allir velkomnir.