Mannréttindaskrifstofa Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytið standa fyrir málþingi um löggjöf gegn mismunun á Íslandi, föstudaginn 30. janúar nk. í samstarfi við Fjölmenningarsetrið, Samtökin 78, Öryrkjabandalagið, Landssamtökin Þroskahjálp, Samráðsvettvang trúfélaga, Kvenréttindafélag Íslands, Alþjóðahús og Félag eldri borgara. Málþingið er styrkt af PROGRESS-áætlun Evrópusambandsins. Málþingið verður haldið í Iðnó og hefst kl. 12:00 með því að boðið verður upp á léttan hádegisverð. Formleg dagskrá stendur frá kl. 13:00 til 16:00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.mannrettindi.is. Skráning tilkynnist til icehr@mannrettindi.is fyrir kl. 16:00, miðvikudaginn 28. janúar.