Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW, eða International Alliance of Women, frá stofnun okkar 1907.
Í öðru fréttabréfi ársins er sagt frá næsta allsherjarþingi samtakanna sem haldið verður í Zimbabwe. Sagt er frá viðburðum á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í New York dagana 14.-24. mars síðastliðinn og hvaða ályktanir voru samþykktar á fundinum. Sagðar eru fréttir frá starfinu í Genf, og skrifað er um þátttöku kvenna í friðarumræðum í Sýrlandi.