KRFÍ stendur fyrir súpufundi á Hallveigarstöðum við Túngötu í Reykjavík, föstudaginn 17. apríl nk. kl. 12:10-13:00. Yfirskrift fundarins er: Lykilstaða kvenna í umhverfismálum.
Frummælendur verða:
- Guðrún G. Bergmann, höfundur bókarinnar Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl
- Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona: Hvar eru íslenskar konur í þjóðmenningunni?
- Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ: Loftlagsbreytingar hafa mismunandi áhrif á konur og karla: Frá ráðstefnu í Kaupmannahöfn um kyn og umhverfismál.
Allir velkomnir. Súpa og brauð í boði KRFÍ.