Ályktun um mikilvægi íslenska fæðingarorlofsins
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands vill minna á mikilvægi fæðingarorlofsins sem eins af máttarstólpum jafnréttis kynjanna á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að standa vörð um hið íslenska fæðingarorlof sem margar þjóðir líta til og hafa sem fyrirmynd, sérstaklega því ákvæði er lýtur að þriggja mánaða óframseljanlegu fæðingarorlofi feðra. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands leggst því eindregið gegn því að réttur foreldra til fæðingarorlofs verði skertur í fyrirhuguðum niðurskurði opinberra útgjalda.
Hallveigarstöðum, 18. nóvember 2009