Kvenréttindafélag Íslands boðar hér með til aðalfundar miðvikudaginn 10. apríl kl. 16:30-18:30 í Iðnó, 2.hæð. Aðgengi er fyrir öll á fundarstaðnum.

Tillögur og ályktanir skulu berast á netfang krfi@krfi.is, í síðasta lagi 3. apríl.

Sjá fyrir neðan upplýsingar um skráningu á aðalfund og framboð til trúnaðarstarfa.

Fundarstaður og skráning

Fundurinn verður haldinn í Iðnó og rafrænt. Öll sem hafa áhuga til að sitja aðalfund eru beðin að skrá sig.

Rafrænn kjörseðill og krækja í rafrænt fundarherbergi eru send öllum skráðum þátttakendum morguninn 10. apríl.

Kallað er eftir framboðum

Allir skuldlausir félagar hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á fundinum en kröfur fyrir félagsgjöldum 2024–2025 birtast á næstu dögum í netbönkum félaga.

Á fundinum er kosið um:

 • þrjá fulltrúa í stjórn Kvenréttindafélags Íslands til tveggja ára
 • þrjá varamenn í stjórn Kvenréttindafélags Íslands til eins árs
 • tvo skoðunarmenn reikninga Kvenréttindafélags Íslands
 • fimm stjórnarmenn og fimm varamenn í stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna
 • tvo fulltrúa Kvenréttindafélagsins í Mannréttindaskrifstofu Íslands
 • einn fulltrúa Kvenréttindafélagsins í Almannaheill
 • tvo fulltrúa á aðalfund European Women’s Lobby – EWL

Tilkynna þarf framboð fyrir 3. apríl 2024 í gegnum skráningarformið

Dagskrá aðalfundar

 • Setning aðalfundar
 • Kosning fundarstjóra og fundarritara
 • Lögmæti fundarins staðfest
 • Skýrslur stjórna KRFÍ og MMK lagðar fram.
 • Endurskoðaðir reikningar KRFÍ og MMK lagðir fram til samþykktar
 • Ákvörðun tekin um upphæð félagsgjalds
 • Tillögur um framkomnar lagabreytingar
 • Stefna fyrir Kvenréttindafélagið 2024-2027 lögð fram til samþykktar (sjá hér)
 • Kosning stjórnar
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
 • Kosning stjórnar MMK
 • Kosning fulltrúa í nefndir og samtök sem KRFÍ á aðild að, þar á meðal aðal- og varafulltrúa á aðalfund EWL
 • Önnur mál
 • Fundi slitið

Séu einhverjar spurningar varðandi fundinn, vinsamlegast hafið samband við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélagsins í gegnum audur@krfi.is

Hlökkum til að sjá sem flest!

.

Aðrar fréttir