Síðustu misseri hafa frásagnir af ofbeldi og áreitni gegn konum á vinnumarkaði og í félagsstarfi afhjúpað rótgróið kynjamisrétti. Umfangsmikil rannsókn á áfallasögu kvenna sem enn stendur yfir sýnir að fjórðungi kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til að nauðga þeim, hærra hlutfall en hefur sést í öðrum rannsóknum innlendum og erlendum. Rannsóknin sýnir enn fremur að um 20 prósent kvennanna höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og helmingur orðið fyrir kynferðislegri áreitni.

Kvenréttindafélag Íslands, Samtök um kvennaathvarf og femínísk fjármál héldu fund með fulltrúum stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis 2021, þar sem þau voru spurð hvaða aðgerðir flokkar þeirra ætluðu að standa fyrir til að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni og til að uppræta ofbeldi í nánum samböndum.

Smellið hér til að sjá skrifleg svör flokkana um hvaða aðgerðir þau standa fyrir til að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi.

Aðrar fréttir