Alþjóðleg samstaða og samvinna kvenna

UNIFEM stendur fyrir opnum fundi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars kl. 12:00-13:30 í stofu 105 á Háskólatorgi, undir yfirskriftinni Konur um heim allan: Samstaða og samvinna.
Utanríkisráðherra Líberíu, Olubanke King Akerele, verður heiðursgestur á fundinum sem Háskóli Íslands býður til í samvinnu við Utanríkisráðuneytið. Auk King Akerele munu Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Joanne Sandler, starfandi aðalframkvæmdastóri UNIFEM í New York og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafa framsögu.  Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK við HÍ og Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki og formaður undirbúningsnefndar um stofnun alþjóðlegs jafnréttisskóla, stjórna umræðum.