Kvenréttindafélag Íslands ítrekar mikilvægi þess að æðstu stofnanir samfélagsins og embættismenn þeirra virði jafnréttisáætlanir ríkisstjórnarinnar.
Kvenréttindafélag Íslands ítrekar mikilvægi þess að æðstu stofnanir samfélagsins og embættismenn þeirra virði jafnréttisáætlanir ríkisstjórnarinnar. Í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum segir að hlutföll kynjanna í nefndum á vegum ríkisins skuli jöfnuð. Það verður ekki gert með því að skipa nefndir eingöngu með körlum. Því lýsir Kvenréttindafélag Íslands furðu á því hvernig nefnd forsætisráðherra, sem gera skal tillögur um framkvæmd fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu, er skipuð og skorar á forsætisráðherra að skipa jafnframt konur í nefndina.