Undirrituð samtök, embætti og þjónustur fagna því að vændisfrumvarpið svokallaða skuli nú hafa hlotið afgreiðslu í Allsherjarnefnd Alþingis og lýsa yfir stuðningi við þær breytingatillögur við frumvarpið sem nú liggja fyrir.
Undirrituð samtök, embætti og þjónustur fagna því að vændisfrumvarpið svokallaða skuli nú hafa hlotið afgreiðslu í Allsherjarnefnd Alþingis og lýsa yfir stuðningi við þær breytingatillögur við frumvarpið sem nú liggja fyrir. Þær eru til þess fallnar að tryggja öflugan stuðning við málið og við erum þess fullviss að þær verði til þess að málið fái góðan stuðning frá öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Við hvetjum forseta þingsins til að taka frumvarpið til annarrar umræðu sem fyrst svo leiða megi í ljós vilja Alþingis í þessum efnum. Um leið hvetjum við Alþingismenn til að skoða vel rökin sem liggja að baki málinu og tryggja síðan með atkvæði sínu að Ísland fylgi fordæmi Svía og setji ábyrgðina af auknu vændi meðal vestrænna þjóða þar sem hún á heima.
- Stígamót
- Samtök um kvennaathvarf
- Femínistafélag Íslands
- Prestur innflytjenda
- Kvenréttindafélag Íslands
- Kvennaráðgjöfin
- Tímaritið Vera
- Kvennakirkjan
- V-dagssamtökin
- Kvenfélagasamband Íslands
- Bríet – félag ungra feminista
- Unifem á Íslandi
- Landssamband Framsóknarkvenna
- Neyðarmóttaka vegna nauðgana
- Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi