Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram þann 23. mars kl 16:30 í Iðnó. Á fundinum var eftirfarandi áskorun til íslenskra stjórnvalda samþykkt samhljóða:

Áskorun til íslenskra stjórnvalda að sýna femíníska og pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum á konum

Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2023 skorar á íslensk stjórnvöld að sýna femíníska pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum á konum með því að:

  •  Vera leiðandi rödd á alþjóðavettvangi þess efnis að öll ríki framfylgi Heimsmarkmiði 5 þannig að konur njóti fullra mannréttinda á heimsvísu.
  • Fordæma glæpi gegn konum og minnihlutahópum sem framin eru af stjórnvöldum í Íran, Afganistan og öðrum þjóðríkjum
  • Taka tillit til viðkvæmrar stöðu kvenna og minnihlutahópa sem leita hælis á Íslandi.
  • Hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn skilyrðislaust og án tafar.
  • Innleiða Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna (CEDAW).

Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að mæta ofangreindum kröfum og geri hverjar aðrar þær ráðstafanir sem þarf til að tryggja að alþjóðasamfélagið bregðist við bakslagi í kvenréttindum á alþjóðavettvangi. Aðeins þannig er hægt  að treysta lýðræði og áframhaldandi framþróun í jafnréttismálum á tímum þegar aðför að kvenréttindum fer vaxandi víða um heim. 

 

Aðrar fréttir