Stjórn KRFÍ hefur sent frá sér eftirfarandi áskorun:

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands skorar á ráðherra ríkisstjórnar Íslands að gefa kost á sér í sjálfboðaliðastörf við jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Úthlutun matargjafa fer fram að Borgartúni 25, til 22. desember. Með þessu móti vonast stjórn KRFÍ til að ráðamenn þjóðarinnar kynnist þeirri vaxandi neyð sem ríkir víða í samfélaginu vegna erfiðs efnahagsástands.

Aðrar fréttir