Kvenréttindafélag Íslands skorar á Alþingi  að tryggja áfram rekstrargrundvöll  Mannréttindaskrifstofu Íslands.   Mannréttindaskrifstofan hefur starfað  óslitið í 10 ár og hefur á tímabilinu staðið  fyrir fjölmörgum málþingum, lagt fram  yfirgripsmiklar umsagnir um lagafrumvörp  og lagt fram viðbótarskýrslur til  eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna, komið  á fót bókasafni með efni um mannréttindi  og stuðlað að fræðslu og umræðu á sviði  mannréttindamála.


Mannréttindaskrifstofur eru starfandi á  öllum Norðurlöndunum, í flestum  Evrópulöndum og víða annarsstaðar í  heiminum, sem Mannréttindaskrifstofa  Íslands hefur verið í sambandi við og  unnið með að ákveðnum verkefnum.   Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt aðildarríki  til að tryggja að í hverju landi starfi  Mannréttindaskrifstofur.

Aðildarfélög Mannréttindaskrifstofu Íslands  starfa  að afmörkuðum sviðum  mannréttinda.  Mannréttindaskrifstofan  hefur umboð til að fjalla um öll  mannréttindi í starfsemi sinni og sem slík  eru umsagnir Mannréttindaskrifstofunnar  um frumvörp mikilvægar og veitir hún  löggjafanum aðhald sem nauðsynlegt er í  hverju lýðræðissamfélagi.  Tillögur  fjárlaganefndar Alþingis eins og þær liggja  nú fyrir, þar sem gert er ráð fyrir  framlögum  almennt til mannréttindamála,  fela í sér  þá hættu að þeir fjármunir  nýtist  illa og dreifist á of marga aðila og  einstaklinga. til að gagni megi koma  Kvenréttindafélag Íslands hvetur hæstvirt  Alþingi til að tryggja fastan  rekstrargrundvöll Mannréttindaskrifstofu  Íslands, þannig að Mannréttindaskrifstofan  geti áfram verið sjálfstæð og óháð stofnun  sem sinnir  mannréttindamálum á breiðum  grundvelli .

Hallveigarstöðum 30. nóv 2004
Ragnhildur Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri

Aðrar fréttir