Við auglýsum eftir áhugasömum í ritnefnd 19. júní í ár!

19. júní er eitt elsta tímarit á landinu og eina femíníska prentaða tímaritið. Blaðið kom fyrst út árið 1951 og hefur komið út árlega síðan þá.

Nú höfum við hafið undirbúning að nýjasta tímaritinu sem kemur út 19. júní 2018, stútfullt af femínískum greinum og fréttum. Við auglýsum hér með eftir áhugaverðum greinum og  áhugasömum meðlimum í ritnefndina, til að koma með hugmyndir að greinum, skrifa greinar, prófarkalesa greinar.

Fyrsti ritnefndarfundur er boðaður 19. mars kl. 16:00 á Hallveigarstöðum. Sendið okkur línu ef þið hafið áhuga, 19juni[@]krfi.is.

Ritstýra er Guðrún Lára Pétursdóttir.