Kvenréttindafélag Íslands auglýsir eftir umsóknum um að vera tilnefndur fulltrúi Íslands á vinnufundi EWL – European Women‘s Lobby um hvernig best er að virkja ungar konur í jafnréttisbaráttunni. Fundurinn er haldinn í Brussel 8.–11. nóvember 2019 og er allur ferðakostnaður greiddur af EWL.

Hér er að finna nánari upplýsingar um fundinn: Call for applications to attend a workshop on EWL’s young women’s engagement strategy.

Hagsmunasamtök evrópskra kvenna, European Women’s Lobby (EWL), eru stærstu regnhlífarsamtök kvennahreyfingarinnar í Evrópu. Kvennasamtök í 30 löndum eiga aðild að samtökunum, sem og 19 samtök sem starfa á evrópskum vettvangi. Samtökin tengja saman kvennahreyfingar í þjóðríkjum Evrópu og er ætlað að vera þrýstiafl fyrir kvenréttindi og jafnrétti kynjanna meðal almennings og innan evrópskra stofnanna.

Kvenréttindafélagið gekk í EWL árið 2019 og gegnir starfi tengiliðs íslenskra kvennasamtaka við EWL.

Við leitum að áhugasamri konu á aldrinum 18 – 30 ára til að vera tilnefndur fulltrúi Íslands. Hún verður að vera félagskona í Kvenréttindafélaginu, en hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu okkar: https://kvenrettindafelag.is/gerast-felagi/

Sendið ferilskrá og kynningarbréf á netfangið postur@kvenrettindafelag.is, fyrir 30. júní næstkomandi.

Aðrar fréttir