Kvennahreyfingin hefur um árabil barist fyrir því að leitt verði í lög að fjarlægja megi ofbeldismenn af heimilum sínum, í stað þess að fórnarlömbin – oftast konur og börn – þurfi að flýja heimilið. Slík lög eru í gildi í Austurríki og hafa því fengið viðurnefnið „austuríska leiðin“. Nú hafa verið samþykkt á Alþingi viðlíka lög sem gerir lögreglu kleift að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum og banna þeim að koma þangað í einhvern tiltekin tíma.

Kvenréttindafélagið fagnar þessum nýju lögum enda í tíma tekið að réttur fórnarlamba heimilisofbeldis sé settur ofar rétti ofbeldimannsins. Ekki má heldur gleyma þætti Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrum alþingismanns og ráðherra, en hún hún var ötull talsmaður þessarar leiðar inni á Alþingi og lagði fram frumvarp þess efnis árlega á árunum 2003-2008.

Enn einn sigur kvenréttindabaráttu hefur verið unninn!