Laurie Bertram frá Kanada verður stödd hér á landi 11.-16. september til að flytja erindi um Vestur-Íslendinginn Elinu Salome Halldorsson (1887-1970). Erindið flytur Laurie, sem sjálf er af íslenskum ættum, í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu miðvikudaginn 12. september kl. 16:30. Veitingar eru í boði að loknum fundi. Elin Salome sat á löggjafarþingi St. George umdæmis...Read More
Kvenréttindafélag Íslands minnir á súpufundinn miðvikudaginn 5. september kl. 12:00 í samkomusal Hallveigarstaða, Túngötu 14. Maryam Namazie verður með erindið: Women’s rights, the veil and Islamic rule. Fundurinn fer fram á ensku með stuttri samantekt á íslensku. Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð. Allir velkomnir. Maryam Namazie á súpufundi KRFÍRead More
Umsóknareyðublað er hægt að nálgast hér að neðan og er óskað eftir vönduðum frágangi við umsókn. Við styrkúthlutun er haft eftirfarandi að leiðarljósi: Skilyrði fyrir styrk er að verkefni séu kvennaverkefni þ.e. unnin af konum og fjalli um málefni kvenna. Að þessu sinni verður áherslan á ritstörf, ritgerðir eða rannsóknir, einkum um þjóðfélagsmál er varða...Read More
Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir hádegisfundi miðvikudaginn 5. september nk. kl. 12:00 í samkomusal Hallveigarstaða. Á fundinum mun Maryam Namazie flytja erindi er nefnist: Women´s Rights, the Veil and Islamic Rule. Maryam Namazie fæddist í Íran en fluttist síðar með fjölskyldu sinni til Bretlands. Hún hlaut síðar menntun sína í Bandaríkjunum þar sem hún bjó um nokkurt skeið. Hún er...Read More
Á lýðveldisárinu 2004 ákvað ríkisstjórn Íslands að minnast Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu og fyrsta formanns Kvenréttindafélags Íslands, í kjölfar málþings sem haldið var um kvenréttindi á fyrsta tug 20. aldarinnar. Ólöf Nordahl, myndlistarkona var fengin til að hanna minnisvarðann. Það eygir því loksins í að afhjúpun minnisvarðans verði að veruleika en stefnt er að afhjúpun hans þann 27....Read More
Stjórn KRFÍ hefur í tilefni aldarafmælis félagsins ákveðið að minnast Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, eins stofnanda og fyrsta formanns KRFÍ með þeim hætti að merkja fæðingarstað hennar. Að mati stjórnarinnar er þetta löngu tímbært framtak og ekki síður fyrir þær sakir að minnisvarðar um konur eru mjög fáir hér á landi. Bríet var fædd að Haukagili í Vatnsdal í...Read More
Í meðfylgjandi skjali má lesa erindi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á samkomu KRFÍ á Hallveigarstöðum 19. júní sl. Hin fullvalda kona 19.júní 2007Read More
Alþjóðlega ráðstefnan A Place for Prostitution? Gender Equality and Respect in Modern Societies var haldin á Grand Hótel 8. júní s.l. Fjórir frummælendur veltu fyrir sér hvernig vændi og virðing fara saman í jafnréttisþjóðfélagi og sköpuðust líflegar umræður í kjölfar erindanna. Hér að neðan má lesa erindi frummælenda: Rosy Weiss, forseti International Alliance of Women...Read More
Að venju halda íslenskar konur upp á 19. júní hátíðlegan. Í ár eru liðin 87 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Hátíðarhöld á vegum KRFÍ verða hefðbundin og verður dagskráin eftirfarandi: Kl. 16:15 Kvennasöguganga undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræðings. Gangan hefst við Kvennaskólann í Reykjavík. Gengið verður um Þingholtin, Kvosina...Read More
Ráðstefnan sem haldin vará Grand Hótel föstudaginn 8, júní s.l. var mjög vel sótt. Hægt verður að nálgast erindi pallborðsþátttakenda síðar í vikunni hér á heimasíðunni. KRFÍ vill þakka góðan stuðning Heilbrigðisráðuneytis, Menntamálaráðuneytis og Umhverfisráðuneytis sem styrktu félagið til að halda ráðstefnuna.Read More
Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Grand Hótel föstudaginn 8. júní kl. 13:-16:00. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, ber yfirskriftina A Place for Prostitution? Gender Equality and Respect in Modern Societies eða Fara vændi og virðing saman í jafnréttisþjóðfélagi? Fjórir gestir taka þátt í pallborðsumræðum og er ráðstefnan öllum opin og ókeypis. Dagskrá...Read More
Rosy Weiss, forseti alþjóðlegu baráttusamtakanna: International Alliance of Women (IAW), mun gesta Ísland í næstu viku í tengslum við ráðstefnu þá er Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir 8. júní nk. á Grand Hótel. Að því tilefni mun KRFÍ halda hádegisverðarfund á Akureyri með Rosy Weiss í samvinnu við Jafnréttisstofu, Akureyrarbæ og Háskólann á Akureyri. Fundurinn verður haldinn að Borgum...Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands fagnar því að hlutur kvenna í ríkisstjórn skuli endurspegla hlutfall kvenna á löggjafarþingi. Sérstaklega er ánægjulegt að Samfylkingin skuli gæta jafnréttis kynjanna við skipan í ráðherraembætti. Ljóst er þó að enn hallar nokkuð á konur bæði á þingi og í ríkisstjórn svo að markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hvetur allar konur til að kynna sér jafnréttisstefnu stjórnmálaflokkanna áður en að kjörborðinu kemur á laugardaginn 12. maí. Munum að kjósa á laugardaginn!Read More
Á stjórnarfundum Kvenréttindafélags Íslands hefur marg oft komið upp umræða um slaka stöðu kvenna í stjórnum íslenskra lífeyrissjóða sem og í öðrum íslenskum fjármálafyrirtækjum. Nú er svo komið að í stjórnum þriggja lífeyrissjóða: Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar og Stapa – lífeyrissjóði, er kynjahlutfall stjórnarmanna jafnt. Var Lífeyrissjóður Norðurlands jafnframt fyrsti íslenski lífeyrissjóðurinn til að...Read More
Kvenréttindafélag Íslands vill vekja athygli á málfundi um vændi á Íslandi, í ljósi breytinga á almennum hegningarlögum, sem haldinn verður föstudaginn 30. mars kl. 13:00 í Háskólanum í Reykjavík í stofu 231a. Að fundinum stendur Lögrétta – félag laganema við Háskólann í Reykjavík. Framsögumenn eru: Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri....Read More
Haldinn verður hádeisverðarfundur á Grand Hótel – Hvammi – kl. 11:45 til 13:00 í tilefni hins alþjóðlega baráttudags kvenna, 8. mars. Yfirskrift fundarins er: Máttur á milli landa – beislum mannauðinn Dagskráin er eftirfarandi: Gáttin að velgengni í nýju landi – mikilvægi mentorsins. Gunhild Riske, mannfræðingur frá Danmörku – erindið verður flutt á ensku. Óskráður...Read More
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti: Opinn fundur undir yfirskriftinni Virkjum kraft verður haldinn fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Fundarstjóri erHalldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Harpa Njálsdóttir, félagsfræðingur: Hvað þarf til að rétta hlut fátækra kvenna? Ezter Toth, í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Friður og jafnrétti...Read More
Miðvikudaginn 21. febrúar verður haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel og hefst hann kl. 8.00. Til umræðu er kynbundið ofbeldi og aðgerðir gegn því með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Örstutt erindi flytja Guðrún Jónsdóttir Stígamótum, Ása Ólafsdóttir lögfræðingur og Kristín Ástgeirsdóttir forstöðumaður RIKK. Á eftir verða pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Fundarstjóri verður Guðrún Agnarsdóttir læknir. Framundan eru kosningar...Read More
Íslandspóstur hf. gaf út frímerki 15. febrúar sl. í tilefni af aldarafmæli Kvenréttindafélags Íslands. Frímerkið kostar 55 kr. og er það hannað af auglýsingastofunni EnnEmm.Read More
Kvenréttindafélag Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenfélagssamband Íslands standa fyrir opnu húsi að Hallveigarstöðum v/Túngötu á konudaginn 18. febrúar. Dagskráin stendur yfir frá kl. 15:00 til kl. 17:00. Dagskráin er eftirfarandi: 1. Kynning á Hallveigarstöðum og þeim félögum sem þar ráða húsum Saga hússins og starfið á árum áður: Þórey Guðmundsdóttir, lektor og fyrrverandi formaður BKR....Read More
100 ára afmælishátíð Kvenréttindafélags Íslands var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur á afmælisdaginn 27. janúar s.l. Var það samróma álit manna að hátíðin hefði heppnast einstaklega vel og verið hin glæsilegasta. Kvenréttindafélag Íslands vill færa öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarinnar og ekki síst þeim sem komu fram á hátíðinni, kærar þakkir. Síðast en...Read More
Kvenréttindafélag Íslands mun standa fyrir glæsilegri afmælishátíð á 100 ára afmælisdaginn þ. 27. janúar nk. Hátíðin, sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur, hefst kl. 14:00 og stendur til kl. 17:00. Margt mætra gesta mun flytja erindi á hátíðinni og mun Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra flytja heiðursávarp. Dagskráin lítur annars út á eftirfarandi hátt: Ráðstefna KRFÍ...Read More
Kvenréttindafélag Íslands ítrekar mikilvægi þess að æðstu stofnanir samfélagsins og embættismenn þeirra virði jafnréttisáætlanir ríkisstjórnarinnar. Kvenréttindafélag Íslands ítrekar mikilvægi þess að æðstu stofnanir samfélagsins og embættismenn þeirra virði jafnréttisáætlanir ríkisstjórnarinnar. Í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum segir að hlutföll kynjanna í nefndum á vegum ríkisins skuli jöfnuð. Það verður ekki gert með því að skipa nefndir...Read More
Undirrituð samtök, embætti og þjónustur fagna því að vændisfrumvarpið svokallaða skuli nú hafa hlotið afgreiðslu í Allsherjarnefnd Alþingis og lýsa yfir stuðningi við þær breytingatillögur við frumvarpið sem nú liggja fyrir. Undirrituð samtök, embætti og þjónustur fagna því að vændisfrumvarpið svokallaða skuli nú hafa hlotið afgreiðslu í Allsherjarnefnd Alþingis og lýsa yfir stuðningi við þær...Read More
Á síðustu vikum áttu sér stað miklar skipulagsbreytingar hjá Íslandsbanka í kjölfar þess að bankinn keypti tryggingafélagið Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Bæði hafa fyrirtækin verið fyrirmyndir og mjög leiðandi í jafnréttisumræðu á Íslandi undanfarin ár. Á síðustu vikum áttu sér stað miklar skipulagsbreytingar hjá Íslandsbanka í kjölfar þess að bankinn keypti tryggingafélagið Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Bæði...Read More
Kvenréttindafélag Íslands skorar á Alþingi að tryggja áfram rekstrargrundvöll Mannréttindaskrifstofu Íslands. Mannréttindaskrifstofan hefur starfað óslitið í 10 ár og hefur á tímabilinu staðið fyrir fjölmörgum málþingum, lagt fram yfirgripsmiklar umsagnir um lagafrumvörp og lagt fram viðbótarskýrslur til eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna, komið á fót bókasafni með efni um mannréttindi og stuðlað að fræðslu og umræðu á...Read More
Árlegur jólafundur Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið 1. desember n.k. í fundarsal Hallveigarstaða Túngötu 14 og hefst kl. 20.00. Lesið verður upp úr nýútkomnum bókum boðið upp á ljúfa tónlist og góðar veitingar. Happdrætti með veglegum bókavinningum. Dagskrá: Steinunn Ólafsdóttir les úr bókinni, Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey eftir Matthías Viðar Sæmundsson Sigmundur Ernir Rúnarsson...Read More
Ræðumaraþoni Kvenréttindafélags Íslands lauk á hádegi í dag, 24. október, og hafði þá staðið í heilan sólarhring í Kringlunni. Safnað var áheitum sem renna eiga í Menningar- og minningarsjóð kvenna. Ríflega eitt hundrað konur komu fram og sumar oftar en einu sinni með vandaðan ræðuflutning, upplestur og jafnvel uppákomur. Sú yngsta sem tók til máls...Read More
Kvenréttindafélag Íslands efnir til ræðumaraþons í Kringlunni helgina 23.-24. október nk. Nokkrir valinkunnir kvenskörungar munu hefja maraþonið á hádegi fyrri daginn. Hver konan tekur svo við af annarri með 10-15 mínútna framlagi hver í heilan sólarhring, þ.e. fram að hádegi næsta dag. Sú hugsun liggur að baki framtakinu að allar konur hafi eitthvað fram að...Read More
Á aðalfundi Kvenréttindafélags Íslands sem haldinn var að Hallveigarstöðum þann 17. apríl 2004 var samþykkt eftirfarandi áskorun. Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að virða þær skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur gengist undir að þjóðarrétti, í stjórnarskrá og jafnréttislögum. Það er krafa Kvenréttindafélagsins að ríkisstjórn og hver ráðherra hennar, geri allt sem í þeirra...Read More
Vegna auglýsingar í tímaritinu Ský 1. tölublað 2004 gerir Kvenréttindafélag Íslands athugasemd og bendir jafnframt á 18. grein jafnréttislaga nr. 96/2000. Reykjavík 13. maí 2004 Ágæti viðtakandi. Vegna auglýsingar í tímaritinu Ský 1. tölublað 2004 gerir Kvenréttindafélag Íslands athugasemd og bendir jafnframt á 18. grein jafnréttislaga nr. 96/2000. Ákvæði 18. gr. jafnréttislaga hljóðar svo „Auglýsandi...Read More