Norska þingið er í þann mund að samþykkja ný lög sem taka eiga gildi 1. janúar nk. um bann við kaupum á kynlífsþjónustu. Noregur er annað ríkið í heiminum sem mun gera slík kaup refsiverð en það voru Svíar sem fyrstir settu slík lög árið 1999. Af þessu tilefni efnir Kvenréttindafélag Íslands til fagnaðar fyrir utan norska sendiráðið við Fjólugötu 17 í Reykjavík, föstudaginn 21. nóvember nk. kl. 12:10. Stígamót og önnur kvennasamtök taka einnig þátt í fögnuðinum. Álíka viðburðir eru líka skipulagðir í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn auk þess sem norsk kvennasamtök munu fagna fyrir utan norska þingið á fimmtudag, þegar stjórnarfrumvarpið verður tekið fyrir.

Fögnum með Norðmönnum á föstudaginn og hvetjum um leið íslensk stjórnvöld til að skoða afstöðu sína til sölu og kaupa á kynlífi!

 

Aðrar fréttir