Vegna auglýsingar í tímaritinu Ský 1. tölublað 2004 gerir Kvenréttindafélag Íslands athugasemd og bendir jafnframt á 18. grein jafnréttislaga nr. 96/2000.


Reykjavík 13. maí 2004

Ágæti viðtakandi.

Vegna auglýsingar í tímaritinu Ský 1. tölublað 2004 gerir Kvenréttindafélag Íslands athugasemd og bendir jafnframt á 18. grein jafnréttislaga nr. 96/2000.

Ákvæði 18. gr. jafnréttislaga hljóðar svo „Auglýsandi og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt“.

Til þess að um brot á 18. gr. sé að ræða þarf auglýsing ekki að fela í sér mismunun borið saman við hitt kynið, heldur er nægilegt að skírskotun sé tengd kynferði sem slíku.       Í ljósi tilgangs og markmiða laga nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna og með vísan til 18. gr. laganna, er þess hér með farið á leit að auglýsingin um Golfbíla og auglýsingar af sama tagi birtist ekki í tímaritinu.

Ábendingin er send með fullri vinsemd og virðingu og ósk um gott samstarf í þágu  jafnréttis.

Virðingarfyllst f.h. Kvenréttindafélags Íslands

Aðrar fréttir