Kvenréttindafélag Íslands hefur átt aðild að International Alliance of Women (IAW) síðan 1907. Á hverju ári gefur IAW út nokkur fréttabréf, en einnig tímarit með upplýsingum um kvenréttindabaráttuna út um allan heim. IAW tímaritið kom fyrst út árið 1906 og fagnar því í ár 110 ára afmæli sínu. Tímaritið hefur á þessu ári tekið þó...Read More
Kvenréttindafélag Íslands tekur nú þátt í ráðstefnu smáríkjaþjóða í Evrópu um kvenréttindi. Fulltrúar frá Andorra, Íslandi, Kýpur, Liechtenstein, Lúxembúrg, Möltu, Mónakó og San Marínó ræða þar saman um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku í heimalöndum sínum. Ráðstefnan er skipulögð af National Council of Women of Luxembourg (CNFL) og er haldin í Lúxembúrg dagana 14.-16. október. Fulltrúar Íslands eru...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW, eða International Alliance of Women, frá stofnun okkar 1907. Í fjórða fréttabréfi ársins 2015 kennir ýmissa grasa. Sagt er frá alþjóðafundi samtakanna sem verður haldinn í París á þessu ári. Til stóð að hann væri haldinn í Kuwait, en á seinustu stundu var fallið frá þeirri áætlun, þar...Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður 27. september 1941 í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur með því að börn hennar gáfu dánargjöf frá móður þeirra en hugmyndina að stofnun sjóðsins hafði Bríet átt. Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst að styrkja konur til náms, jafnt hér á landi sem erlendis með náms- og ferðastyrkjum. Ennfremur að veita konum...Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja árið 2015. Að þessu sinni verða veittir styrkir til kvenna sem vinna að lokaverkefni í meistaranámi á háskólastigi og tengist 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Lokaverkefni úr öllum námsgreinum á meistarastigi háskólanáms eða sambærileg verkefni koma til greina. Með umsókn skal fylgja hnitmiðuð og greinargóð...Read More
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, hélt barátturæðu á Austurvelli 19. júní 2015, þegar Íslendingar héldu upp á að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Til hamingju með daginn! Gleðilegt hátíðarár! Í janúar leit út fyrir að þetta ár yrði eins og hvert annað hátíðarár þar sem litið yrði friðsamlega yfir...Read More
19. júní, ársrit Kvenréttindafélags Íslands, er komið út í rafrænni útgáfu! Smellið hér til að lesa á netinu, eða hlaða niður ykkar eigið eintaki! Í 19. júní í ár fjöllum við um fortíð, nútíð og framtíð kvennahreyfingarinnar, um byltinguna sem breytti heiminum á síðustu öld og byltinguna sem mun breyta heiminum á þessari. Við fjöllum...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW, eða International Alliance of Women, frá stofnun okkar 1907. IAW gefur út fréttabréf sex sinnum á ári. Í nýjasta fréttabréfinu greinir frá því að fundi IAW í Kúvaít sem til stóð að halda í nóvember hefur verið aflýst af öryggisástæðum. The Union of Kuwaiti Women hélt utan um fundinn...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hélt aðalfund sinn á Hallveigarstöðum, í dag 28. apríl 2015. Á fundinum var kosin ný stjórn Kvenréttindafélagsins: Dagný Ósk Aradóttir Pind, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Tatjana Latinovic. Fríða Rós Valdimarsdóttir var kosin formaður. Í varastjórn voru kosnar Eygló Árnadóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Snæfríður Ólafsdóttir....Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW, eða International Alliance of Women, frá stofnun okkar 1907. IAW gefur út fréttabréf sex sinnum á ári. Í nýjasta fréttabréfinu segir frá næsta alþjóðlega fundi IAW, sem haldinn verður í Kúvaít 5. til 14. nóvember. Þátttakendur á þeim fundi eru formenn aðildafélaga og stjórn IAW. Union of Kuwaiti Women, systursamtök okkar...Read More
Athugið, hægt er að lesa núgildandi lög Kvenréttindafélags Íslands hér. 1. gr. Félagið heitir Kvenréttindafélags Íslands, skammstafað KRFÍ. Heimili þess og varnarþing er að Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík. 2. gr. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins. Félagið vinnur samkvæmt stefnuskrá sem samþykkt...Read More
19. júní er elsta starfandi kvenfrelsisblað á landinu og eitt elsta tímarit landsins, en það hefur komið út árlega síðan árið 1951. Í ár kemur því út 64. árgangur blaðsins. Blaðið hefur síðustu tvö árin aðallega verið gefið út í rafrænu formi, sérstaklega hannað lesturs á sem flestum tækjum, hvort sem er pínulitlum snjallsímum, millistórum...Read More
Íslenska kvennahreyfingin stóð fyrir viðburði á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW eða Commission on the Status of Women) 2015. Að því tilefni lét Kvenréttindafélag Íslands hanna bækling og plakat til að auglýsa viðburðinn. Hægt er að hlaða efninu niður hér: Auglýsingu til að birta á vef, jpg skrá – góð gæði : gott til að innfella...Read More
International Alliance of Women hefur gefið út fréttabréf sitt fyrir febrúar 2015. Í fréttabréfinu er m.a. hægt að lesa innlegg frá afmælishöldum í Danmörku vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, innlegg frá nefndarstarfi IAW á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, umfjöllun um skýrslu Oxfam um misskiptingu auðs sem kynnt var fyrir ársfundi Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar í Davos í janúar 2015, og...Read More
Landssambands bakarameistara leyfði kvenréttindakonum að vera fyrstar til að smakka Köku ársins 2015. Á hverju ári tilnefnir Landsamband bakarameistara eina köku sem Köku ársins, og hefst sala hennar á konudaginn. Sú hefð hefur myndast hjá bakarameisturum að færa valinni konu fyrstu tertuna áður en hún fer í sölu. Í tilefni af 100 ár eru liðin...Read More
Kvenréttindafélag Íslands var stofnað sunnudaginn 27. janúar 1907, þegar fimmtán konur komu saman að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík, heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Tilgangurinn var að ræða stofnun félags, Kvenréttindafélags Íslands, sem starfaði að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og...Read More
International Alliance of Women hefur gefið út fréttabréf sitt fyrir desember 2014. Í fréttabréfinu er m.a. hægt að lesa um umræður í Kanada og Írlandi um kaup á vændi, örfréttir frá Egyptalandi, Pakistan, Indlandi og Bretlandi, og frekari upplýsingar um hliðarviðburðina sem IAW skipuleggur nú fyrir CSW 59, þ.e.a.s. fyrir fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem...Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir flugu til Ljúbljana í byrjun september og tóku þátt í pallborðsumræðum með slóvenskum stjórnmálakonum og fræðikonum. Umræðuefni fundarins var staða kvenna í stjórnmálum. Pallborðsumræðurnar voru teknar upp og eru nú komnar á veraldarvefinn. Njótið vel! [youtube height=“HEIGHT“ width=“WIDTH“]http://youtu.be/KulBnChBu4Y[/youtube] Read More
Sæll Dagur, Við í stjórn Kvenréttindafélagsins höfum velt fyrir okkur með hvaða hætti hægt væri að sýna minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttir sérstakan sóma í tilefni þess að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt á næsta ári. Við þekkjum vel til áhrifaríka minningareitsins um Bríet í Þingholtsstræti. Hins vegar finnst okkur nafnleysi...Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnaði 50 ára afmæli sínu árið 1957. Að því tilefni var sett upp vegleg afmælissýning á verkum kvenna á sviði bókmennta, myndlistar og iðnaðar. Einnig var tekinn saman listi yfir útgefnar bækur kvenna frá árinu 1800 til 1956. Þessi bókaskrá hefur lengi verið ófáanleg, en í tilefni af kvennafrídeginum 2014, höfum við gefið...Read More
Í ár auglýsti Menningar- og minningarsjóður kvenna eftir umsóknum um ferðastyrki frá konum sem eru að sinna ritstörfum sem lúta að þjóðfélagslegum rannsóknum er varða stöðu og réttindi kvenna. Fyrir valinu urðu fjögur verkefni. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir vinnur að doktorsritgerð í mannfræði þar sem hún beinir sjónum sínum að kvenfrelsisbaráttu innfæddra kvenna í Katar við...Read More
19. júní, ársrit Kvenréttindafélags Íslands er komið út. Blaðið er gefið út rafrænt, og geta allir lesið það á tölvum, í spjaldtölvum og í símum. Hægt er að hlaða blaðinu niður og lesa eftir hentugleikum. Og hægt er að prenta það út. Einnig getið þið haft samband við Kvenréttindafélag Íslands og beðið um sérprent af...Read More
Jafnréttisráðstefnan Nordiskt Forum hefst núna á fimmtudaginn, og konur og karlar alls staðar að frá Norðurlöndunum flykkjast til Malmö! Skipuleggjendur ráðstefnunnar í Svíþjóð hafa tekið saman lista yfir menningarviðburði sem verða haldnir á ráðstefnunni, tónleika, bókakynningar, listaviðburði. Hægt er að hlaða niður handhægum lista (á sænsku) með því að smella hér!Read More
Sækið íslensku dagskrána með því að smella hér og stingið henni í vasann! Fjöldi glæsilegra kvenna tekur þátt í dagskrá Nordiskt Forum að þessu sinni. Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar ráðstefnuna á opnunarhátíðinni fimmtudaginn 12. júní kl. 20. Einnig tekur hún þátt í viðburðinum „Run the world!“ á stóra sviðinu föstudaginn 13. júní kl. 10. Íslenskar...Read More
Auglýst er eftir umsóknum vegna ársins 2014. Að þessu sinni er um að ræða umsóknir um ferðastyrki til kvenna sem hyggjast sinna rannsóknar- eða ritstörfum á árinu 2014. Verkefnin skulu lúta að þjóðfélagslegum rannsóknum er varða réttindi og stöðu kvenna. Heildarstyrkupphæð ársins er kr. 1.000.000 og áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að ákveða fjölda...Read More
Konubókastofan, fyrsta bókasafn á Íslandi sem safnar verkum eftir íslenskar konur, heldur upp á eins árs afmæli sitt í ár. Söfnun bóka hefur gengið vel síðan safnið var opnað seinasta sumar, en enn vantar töluvert upp á safnakostinn. Þeir sem luma á bókum eftir konur í bókaskápum sínum eru hvattir til að gefa safninu þær...Read More
Þetta erindi var flutt á baráttufundi í Iðnó á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars 2014. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Heil og sæl! Og til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna. Næstu mínúturnar ætla ég að ræða um forystu. Og þar sem ég er mikill orðabelgur, ætla ég líka að að ræða...Read More
Icelandair hefur tekið frá sæti fyrir þátttakendur á kvennaráðstefnunni Nordiskt Forum 2014. Nú styttist í ráðstefnuna og því um að gera að bóka flugið sem fyrst. Verðin hjá Icelandair eru á bilinu 49.950 krónur til 62.450 krónur. Hópanúmerin eru eftirfarandi: Hópur nr. 2310 verð: 58.450 kr. 10. – 16. júní Hópur nr. 2311 verð: 62.450...Read More
Í dag, 24. október, er íslenski kvennafrídagurinn. 38 ár eru liðin síðan íslenskar konur lögðu niður vinnu og gengu fylktu liði niður Laugaveginn til að berjast fyrir betri stöðu í íslensku samfélagi. Talið er að um 30.000 konur hafi verið á Lækjartorgi þennan haustdag. Kvennafrídagurinn var skipulagður af konum út um allt land, af öllum...Read More
Auglýst er eftir umsóknum vegna ársins 2013. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá konum sem hafa verið atvinnulausar í eitt ár eða lengur og hafa ekki lokið formlegri menntun umfram grunnskólapróf. Styrkurinn er ætlaður til að styðja þær til að sækja nám eða styttri námskeið sem þurfa þó að vera a.m.k. 40...Read More
19. júní er ársrit Kvenréttindafélags Íslands og með elstu tímaritum hér landi, en fyrsti árgangur blaðsins kom út árið 1951. Í rúmlega sextíu ár hafa í tímaritinu birst greinar sem tengjast konum, kvenfrelsi og kvennamenningu. Þessar greinar eru ómetanleg heimild um samfélagssögu síðustu áratuga. Að þessu sinni er tímaritið gefið út með nýju sniði ætlað...Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram á Hallveigarstöðum í Reykjavík að 11. júní 2013. Steinunn Stefánsdóttir var kosin formaður Kvenréttindafélagsins og Fríða Rós Valdimarsdóttir tók sæti varaformanns. Í stjórn voru einnig kosnar Eygló Árnadóttir, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Auk framkvæmdastjórnar sitja í aðalstjórn Bjarni Þóroddsson...Read More
Kvenréttindafélag Íslands er í jólafríi til 3. janúar 2013. Ef þið viljið ná samband í okkur í millitíðinni, sendið okkur tölvupóst á póstfang brynhildur[hjá]krfi.is. Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.Read More
Útvarpsþátturinn Ólgusjór kvenréttindabaráttunnar: 19. júní fyrr og síðar var á dagskrá Rásar 1 þann 19. júní. Þátturinn er afrakstur starfs ritnefndar 19. júní, en í ár samanstendur hún af: Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, bókmenntafræðingi og framkvæmdastýru KRFÍ, Fríðu Rós Valdimarsdóttur, mannfræðingi og ritara KRFÍ, Eygló Árnadóttur, mann- og kynjafræðingi og nýjustu stjórnarkonu KRFÍ, Helgu Birgisdóttur...Read More
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands, 19. júní, verður nú annað árið í röð dreift með Fréttablaðinu í dagblaðabroti. Sú tilraun að dreifa 19. júní með Fréttablaðinu gafst óhemju vel í fyrra. Blaðið var borið út til mikils meirihluta heimila á landinu og vakti eftir því athygli. Það er ekki alltaf sem að almenningur hefur tækifæri til að...Read More
Auglýst er eftir umsóknum vegna ársins 2012. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá einstæðum mæðrum sem ætla að hefja háskólanám á árinu og er styrkurinn ætlaður til greiðslu innritunargjalds/skólagjalda. Styrkupphæð árið 2011 eru 300 þúsund og áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að ákveða fjölda styrkþega. Styrkur verður greiddur út þegar staðfesting...Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélagsins var haldinn 30. apríl 2012 á Hallveigarstöðum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, þar sem reikningar og skýrslur stjórnar voru lagðar fram, var kosið í framkvæmdastjórn félagsins en hana skipa 8 konur. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir varaformaður lét af störfum í stjórninni eftir ómetanlegt starf fyrir félagið og var kvödd með virktum. Ragnheiður Bóasdóttir stjórnarkona bauð sig...Read More
Skrifstofa Kvenréttindafélags Íslands verður lokuð fram til þriðjudagsins 10. apríl. Hægt er að senda okkur tölvupóst á netfangið krfi[hjá]krfi.is eða í síma framkvæmdastýru, 694-3625. Gleðilega páska!Read More
Kvenréttindafélag Íslands óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! Skrifstofu Kvenréttindafélagsins verður lokað um jólin og opnar aftur mánudaginn 9. janúar næstkomandi. Hægt er að ná í formann félagsins, Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, í síma 615-6054 og framkvæmdastýru, Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, í síma 694-3625. Einnig er hægt að skrifa okkur bréf í póstfang krfi...Read More
Jólafundur Kvenréttindafélags Íslands og Kvennasögusafnsins var haldinn á Hallveigarstöðum mánudaginn síðastliðinn. Mæting var góð og gæddu gestir sér á kökum og hlýddu á upplestur úr nýjum jólabókum. Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafnsins, gramsaði í hirslum sínum og gróf upp ræðuna sem Anna Sigurðardóttir, afkastamikill ritari íslenskrar kvennasögu og stofnandi Kvennasögusafnsins, hélt á stofnfundi Rauðsokkahreyfingarinnar 1975. Helga...Read More
Í dag, 24. október, er íslenski kvennafrídagurinn. 36 ár eru liðin síðan íslenskar konur lögðu niður vinnu og gengu fylktu liði niður Laugaveginn til að berjast fyrir betri stöðu í íslensku samfélagi. Talið er að um 30.000 konur hafi verið á Lækjartorgi þennan haustdag. Kvennafrídagurinn var skipulagður af konum út um allt land, af öllum...Read More
Ný framkvæmdastýra tekur til starfa hjá Kvenréttindafélaginu, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Við bjóðum hana velkomna til starfa, og þökkum Halldóru Traustadóttir fyrir vel unnin störf síðustu árin.Read More
Stjórn International Alliance of Women (IAW) fundar á Íslandi, vikuna 20.-25. september 2011 á Hallveigarstöðum. Samtökin voru stofnuð 1904 í Berlín og varð Kvenréttindafélagið aðili að samtökunum árið 1911. Það er því vel við hæfi að árlegur stjórnarfundur IAW fari fram hér á landi á 100 ára afmæli aðildar Kvenréttindafélagsins. Hægt er að fræðast nánar...Read More
Skrifstofa Kvenréttindafélags Íslands verður lokuð frá og með 27. júní 2011 í óákveðinn tíma. Eftir sem áður er hægt að senda tölvupóst til félagsins á netfangið krfi [hjá] krfi.is.Read More
Kvennahreyfingin hefur um árabil barist fyrir því að leitt verði í lög að fjarlægja megi ofbeldismenn af heimilum sínum, í stað þess að fórnarlömbin – oftast konur og börn – þurfi að flýja heimilið. Slík lög eru í gildi í Austurríki og hafa því fengið viðurnefnið „austuríska leiðin“. Nú hafa verið samþykkt á Alþingi viðlíka...Read More
Súpufundur á Hallveigarstöðum, fimmtudaginn 19. maí. kl. 12.00-13.00 Áhrif fjölmiðla á staðalímyndir kynjanna: staðreynd eða sýndarveruleiki? Framsögu hafa Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Guðrún Helga Sigurðardóttir, ritstjóri og fyrrum formaður Félags fjölmiðlakvenna. Allir velkomnir – súpa og brauð í boði KRFÍ.Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum vegna ársins 2011 Auglýst er eftir umsóknum vegna ársins 2011. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá einstæðum mæðrum sem eru í eða hyggja á nám á framhaldsskólastigi sem ekki veitir aðgang að láni frá LÍN. Styrkupphæð árið 2011 eru 500 þúsund og áskilur stjórn sjóðsins...Read More