Aðalfundur Kvenréttindafélags var haldinn 28. mars 2011 á Hallveigarstöðum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, þar sem reikningar og skýrslur stjórnar voru lagðar fram, var kosið í framkvæmdastjórn félagsins en hana skipa 8 konur. Embætti formanns félagsins var til kjörs og bauð varaformaður félagsins, Helga Guðrún Jónasdóttir, sig ein fram og var kosin nýr formaður KRFÍ. Varaformaður var kjörin...Read More
Aðalfundur KRFÍ verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða, mánudaginn 28. mars 2011 kl. 17.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Allir félagar KRFÍ eru velkomnir og hafa allir skuldlausir félagar kosningarrétt.Read More
Skrifstofa KRFÍ er lokuð dagana 15. mars – 24. mars 2011 vegna tveggja vinnuferða framkvæmdastjóra félagsins. Tölvupósti er svarað. Minnum á aðalfund KRFÍ, mánudaginn 28. mars nk. kl. 17, í samkomusal Hallveigarstaða.Read More
KRFÍ lýsir yfirvonbrigðum sínum með það ójafna kynjahlutfall sem ríkir í nýrri landskjörstjórn sem skipuð var í vikunni. Aðeins ein kona er í hópi 5 manna stjórnar. KRFÍ telur það ólíðandi að Alþingi fari ekki eftir jafnréttislögum og skipi í nefndir og ráð á slíkan úreltan og gamaldags hátt og raun ber vitni.Read More
Dagskrá í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti, 8. mars, verður haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17.00, þriðjudaginn 8. mars nk. Allir eru velkomnir. Meðal þeirra sem koma fram eru Vigdís Finnbogadóttir, Elín Björg Jónsdóttir, Katrín Oddsdótir, Andrés Magnússon, Ellen Kristjánsdóttir o.fl.Read More
Í þjóðlega eldhúsinu fimmtudaginn 24. febrúar nk. verður matur frá Mexíkó kynntur. Aðgangseyrir 800 kr. (innifalinn matur, kaffi og vatn). Húsið opnar kl. 19.00. Allir velkomnir – Vinsamlegast skráið ykkur á: maria[hjá]womeniniceland.is.Read More
KRFÍ fær að jafnaði tækifæri til þess að senda inn umsagnir til hinna ýmsu nefnda Alþingis um þingsályktunartillögur, lagabreytingar og ný lög er varða konur, fjölskyldur og börn og jafnrétti kynjanna. Umsagnir KRFÍ er hægt að lesa hér á síðunni, sjá ályktanir í efnistrénu. KRFÍ hefur sent tvær umsagnir til Alþingis það sem af er...Read More
Súpufundur KRFÍ um ESB-samningaferlið Staður: Samkomusalur Hallveigarstaða v/Túngötu í Reykjavík Stund: Fimmtudagur 24. febrúar kl. 12.00-13.00. Aðalsamningamaður Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson, greinir frá því helsta úr sinni vinnu og verkefnin framundan í samningaviðræðunum. Kjörið tækifæri til að kynna sér ESB-samningarferlið nánar. KRFÍ býður að vanda upp á súpu og brauð. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnirRead More
Samstöðufundur með mótmælendum í Egyptalandi Lækjartorg kl.14.00 laugardaginn 12.febrúar 2011 KRFÍ styður samstöðufund sem Íslandsdeild Amnesty International efnir til á Lækjartorgi á laugardag. Fundurinn er haldinn til þess að sýna íbúm Egyptalands samstöðu, en þeir berjast nú fyrir auknum mannréttindum og umbótum í samfélagi sínu. Samstöðufundurinn hefst kl. 14.00 og hvetur KRFÍ félaga sína til þess...Read More
24. febrúar nk. stendur KRFÍ fyrir tveimur viðburðum. Annarsvegar verður haldinn súpufundur kl. 12.00-13.00 í samkomusal Hallveigarstaða um ESB-samningaferlið. Hinsvegar verður þjóðlegt eldhús haldið á sama stað kl. 19.00. Vinsamlegast skráið ykkur á krfi [hjá] krfi.is.Read More
Í samræmi við jafnréttislög boða velferðarráðherra og Jafnréttisráð til Jafnréttisþings á Hótel Nordica, föstudaginn 4. febrúar 2011, kl. 9-16. Á jafnréttisþingi leggur velferðarráðherra fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála. Á þinginu verður fjallað um helstu svið jafnréttismála í fyrirlestrum, pallborðsumræðum og málstofum. Dagskrá jafnréttisþingsins er á vef velferðarráðuneytisins, www.velferdarraduneyti.is. Ekkert þátttökugjald.Read More
Samtök kvenna af erlendum uppruna og KRFÍ standa fyrir matarkvöldum síðasta fimmtudag hvers mánaðar í samkomusal Hallveigarstaða, undir yfirskriftinni „Þjóðlegt eldhús“. Konur frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna kynna matarmenningu landa sinna og gefst gestum kostur á að taka þátt í eldamennskunni. Aðgangseyrir er 800 kr. og er innifalinn matur, vatn og kaffi. Einnig er...Read More
Femínistafélag Íslands boðar til „Hitts“ janúarmánaðar, sem fjallar um staðgöngumæðrun. Fundurinn verður þriðjudagskvöldið 25. janúar nk. kl. 20, í Friðarhúsinu á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. „Hittin eru líflegir mánaðarlegir félagsfundir þar sem knýjandi mál eru rædd á femínískum forsendum. Á þessum tímapunkti í umræðunni þykir ráði Femínistafélagsins nauðsynlegt að efna til fundar um staðgöngumæðrun. Um...Read More
Rúmlega 30 konur mættu á súpufund KRFÍ í Tryggvaskála á Selfossi 19. janúar sl. Fundurinn var einstaklega vel heppnaður og er ekki síst góðu skipulagi Kvenfélags Selfoss þar um að þakka. Tilefni fundarins var það að eftir kvennafrídaginn 25. október sl. var haft eftir framkvæmdastjóra sveitarfélagsins Árborgar, Ástu Stefánsdóttur, að jafnrétti væri að fullu náð...Read More
Súpufundur, sem halda átti á Selfossi 20. janúar nk., hefur verið flýtt til 19. janúar, kl. 12.00-13.00. Á fundinum, sem haldinn verður í Tryggvaskála, verða jafnréttismál í sveitarfélaginu Árborg rædd. Framsögu hafa Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar og Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og varaformaður bæjarráðs Árborgar. KRFÍ býður upp á súpu og...Read More
Á aðalþingi International Alliance of Women (IAW) sem haldið var í Suður-Afríku í nóvember sl. var Þorbjörg I. Jónsdóttir, fyrrum formaður KRFÍ, kjörin gjaldkeri samtakanna. Kosið er í embætti og stjórn til þriggja ára í senn. KRFÍ óskar Þorbjörgu til hamingju með embættið. International Aliance of Women eru alþjóðleg samtök kvenréttindafélaga og voru þau stofnuð í Berlín árið 1904....Read More
Jafnréttisráð veitti Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, árlega jafnrettisviðurkenningu fyrir árið 2010, 10. desember sl. við hátíðlega athöfn í Iðnó. Guðrún tileinkaði verðlaunin Stígamótum, Skottunum, þ.e. þeim 23 félögum sem að Skottunum standa, og þeim 50 þúsund konum sem gengu út af vinnustöðum sínum kl. 14:25, mánudaginn 25 október sl. til að mótmæla kynbundnu ofbeldi og...Read More
KRFÍ hélt súpufund á lokadegi 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, 10. desember sl. Frummælendur voru Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindamálaráðherra og Sigríður J. Hjaltested, aðstoðarsaksóknari hjá embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Leita verður leiða til að vinna bug á ómeðvituðum og jafnvel kerfislægum fordómum í garð brotaþola í kynferðisafbrotamálum. Þessi afdráttarlausa afstaða var á meðal þess sem kom...Read More
„Góðglaðar í allt of stuttum pilsum“ Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi, 25. nóvember – 10. desember, mun KRFÍ standa fyrir súpufundi á Hallveigarstöðum við Túngötu, föstudaginn 10. desember nk. þar sem umfjöllunarefnið verður kynferðisofbeldi á Íslandi og stefna stjórnvalda í þeim málaflokki rædd. Aðdraganda fundarefnisins má rekja til ummæla starfsmanns hjá lögregluembættinu í...Read More
KRFÍ og Kvennasögusafn Ísland halda sameiginlegan jólafund, þriðjudaginn 7. desember nk. kl. 20.00-22.00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu. Höfundar nýrra bóka koma og lesa úr bókum sínum og hið vinsæla jólahappdrætti KRFÍ verður á sínum stað. Kaffiveitingar. Allir nýir og gamlir félagar, ásamt gestum, eru velkomnir.Read More
Fimmtudaginn 25. nóvember nk. mun UNIFEM á Íslandi, í samvinnu við mannréttindasamtök og kvennahreyfinguna á Íslandi, þ.m.t. KRFÍ, standa fyrir Ljósagöngu í tilefni af alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi og 16 daga átaki gegn ofbeldi gegn konum sem hefst í kjölfarið. Alþjóðlega yfirskrift átaksins í ár er: Berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvæðum og viljum...Read More
KRFÍ og Femínistafélag Íslands vilja brýna mikilvægi þess að fólk kjósi konur til jafns við karla á stjórnlagaþing. Sagan hefur sýnt sig að töluvert hefur hallað á hlut kvenna í persónukjörum. Því vilja félögin gefa kvenframbjóðendum tækifæri til að kynna áherslumál sín og stefnur. Við bjóðum því kvenframbjóðendum og kjósendum að koma í kaffi í...Read More
Samstarfsverkefni KRFÍ og Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Þjóðlegt eldhús, rennur sitt skeið á enda fimmtudaginn 25. nóvember nk. þegar síðasta eldhúsið að sinni verður haldið. Í þetta sinn verður matargerð frá Filippseyjum kynnt. Allir eru velkomnir. Maturinn kostar 800 kr. (innifalið vatn og kaffi) og hægt er að kaupa gos og vín á vægu verði. Skráning...Read More
Kynjagleraugun sem seld voru í kringum Kvennafrídaginn eru enn í sölu hjá aðildarfélögum Skottanna, þ.m.t. KRFÍ. Merkin eru til styrktar Stígamótum, m.a. til að auka þjónustu Stígamóta við landsbyggðina (Stígamóta á staðinn). Einnig er stefnt að því að útvíkka starfsemi Stígamóta með þeim hætti að opna sólarhringsmiðstöð (opið allan sólarhringinn) þar sem fórnarlömb kynferðisofbeldis og mansals geta leitað...Read More
Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og Kvenréttindafélagi Íslands er það sönn ánægja að bjóða ykkur á næsta kvöld undir yfirskriftinni “þjóðlegt eldhús” Þar munum við elda saman góðan, framandi og freistandi mat frá mismunandi heimshornum. Kynnt verður ný matargerð, farið í notkun á framandi kryddjurtum og sagt frá matarmenningu ýmissa þjóða í skemmtilegum...Read More
Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og Kvenréttindafélagi Íslands er það sönn ánægja að bjóða til síðasta kvöld vetrarins undir yfirskriftinni: Þjóðlegt eldhús Þema kvöldsins er matur frá Póllandi. Eldum saman og höfum gaman 🙂 Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á maria[hjá]womeniniceland.is Tími: 27. maí kl. 19:00 Staður: Hallveigarstaðir við Túngötu 14, 101 Reykjavík...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hvetur allar konur til að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14:25 í dag, mánudag, og safnast saman á Skólavörðuholti þar sem ganga gegn kynferðisofbeldi og launamun kynjanna hefst kl. 15.00. Gangan endar við Arnarhól þar sem útifundur fer fram. Mætum allar – sýnum samstöðu. Sameinaðar breytum við heiminum!Read More
Skotturnar standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um kynferðisofbeldi, sunnudaginn, 24. október kl. 10-17, í Háskólabíói, undir yfirskriftinni „Women Strike Back“. Ráðstefnan fer fram á ensku og þar munu margir þekktir einstaklingar á alþjóðavettvangi í ofbeldis- og jafnréttismálum flytja erindi. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir þá Íslendinga sem láta sig málið varða að sækja ráðstefnuna á heimaslóðum. Aðgangseyrir er kr. 4.000;...Read More
Sameinumst gegn launamisrétti og kynbundnu ofbeldi, göngum út af vinnustöðum okkar kl 14:25! Skotturnar (regnhlífasamtök kvennasamtaka á Íslandi) bjóða öllum áhugasömum að koma á Hallveigarstaði mánudaginn 18. október milli klukkan 16 og 20 að mála kröfuspjöld fyrir gönguna á Kvennafrídaginn! Efniviður (spjöld, málning, penslar og fleira) verður á staðnum og kaffi á boðstólnum. Hlökkum til...Read More
Landssöfnun Skottanna gegn kynferðisofbeldi verður helgina 15.–16. október 2010. Selt verður barmmerki sem sérstaklega var hannað fyrir þessa söfnun: gleraugu með bláu og bleiku gleri, svokölluð kynjagleraugu. Innblástur hönnuða merkisins var sóttur í þrívíddargleraugu – þau hjálpa fólki að fá skýra mynd af því sem það horfir á. Lituðu glerin minna á að kynbundið og...Read More
Daglegir hádegisviðburðir hjá Skottunum hófust með hressilegum trúðatöktum síðastliðinn laugardag, en dagskráin er skipulögð sem upptaktur af kvennafrídeginum 25. október. Hádegin í þessari viku einkennast af fjölbreyttri dagskrá þar sem söngkonurnar Þórunn Erna Clausen og Guðrún Árný og Soffía Karlsdætur leika af fingrum fram, ung skáldkona opnar bækur sínar og Pörupiltar bjóða dömum upp á nýstárlegt...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur eindregið til að gefa kost á sér til setu á stjórnlagaþinginu sem tekur til starfi á nýju ári. Framboðsfrestur er til 18. október nk.Read More
Í alþjóðlegri fjölmiðlarannsókn sem birt var í lok september sl. kom í ljós að hlutur kvenna er rýr í fjölmiðlum bæði sem viðmælenda og þeirra sem skrifa fréttirnar. Á Íslandi er staða kvenna svipuð og erlendis en þó eru fréttakonur áberandi fámennar hér á landi miðað við önnur lönd: 33% hér á landi miðað við rúmlega 50% í...Read More
Föstudaginn 1. október verður haldið málþing um ástir og átök kvennabaráttunnar á Íslandi, í stofu 132 Öskju, kl. 14.00-16.00. Samstarfsaðilar um málþingið eru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Tilefnið er Kvennafrídagurinn sem haldinn verður í þriðja sinn þann 25. október 2010. Kvennahreyfingin á Íslandi á sér nú langa...Read More
Þjóðlegt eldhús hefur göngu sína á ný eftir sumarfrí. Það verður á sama tíma og á vormánuðum, þ.e. síðasta fimmtudag í hverjum mánuði og nú á fimmtudag, 30. september nk. kl. 19.00, verður þýsk matarmenning kynnt. Allir eru velkomnir til að mæta og bragða á ljúffengum mat fyrir aðeins 800 kr. Einnig er gos og...Read More
Fyrsti súpufundur haustsins verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, mánudaginn 27. september kl. 12.00-13.00. Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynjafræðingur og jafnréttishönnuður, og Halldóra G. Ísleifsdóttir, lektor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, flytja erindi um kynja- og staðalímyndir í auglýsingum. Allir velkomnir. Súpa og brauð í boði KRFÍ. Enginn aðgangseyrir.Read More
Föstudaginn 17. september boða EDDA – öndvegissetur og Framtíðarlandið til umræðufundar sem byggir á grein Andra Snæs Magnasonar „Í landi hinna klikkuðu karlmanna“ sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september sl. Umræðurnar fara fram í stofu 105, Háskólatorgi, kl. 15:00-16:30. Frummælendur: Andri Snær Magnason, Vilhjálmur Egilsson, Guðmundur Hálfdánarson, Tryggvi Þór Herbertsson og Sigmundur Einarsson. Allir velkomnirRead More
Jafnréttisdagar HÍ verða haldnir dagana 20.-24. september nk. annað árið í röð. Líkt og í fyrra verður dagskráin fjölbreytt og verður fjallað um jafnrétti í víðum skilningi og frá mismunandi sjónarhornum. Að dögunum standa fjölmargir aðilar innan Háskólans sem tengjast jafnréttismálum, rannsóknastofnanir, námsbrautir, ýmis hagsmunafélög nemenda, jafnréttisnefndir innan skólans og fleiri aðilar, auk aðila utan skólans. Opnunarviðburðurinn,...Read More
Femínistafélags Íslands heldur vetrarins fyrsta femínistahitt, þriðjudaginn 14. september kl. 20.00-22.00 í Friðarhúsinu við Njálsgötu 87 í Reykjavík. Efni Hittsins að þessu sinni verður spurningin um hvort nú sé tími fyrir nýtt kvennaframboð eða kvennalista í anda þeirra sem voru í upphafi síðustu aldar og á 9. og 10. áratugnum. Meðal spurninga sem velt verður...Read More
Jafnréttisstofa fagnar 10 ára afmæli sínu í september. KRFÍ óskar stofnuninni til hamingju með afmælið og færir starfsfólki þakkir fyrir gott samstarf. Í tilefni afmælisins verður haldin afmælisráðstefna í Ketilhúsinu, föstudaginn 10. september kl. 13:15-16-30. Allir eru velkomnir. Sjá dagskrá á www.jafnretti.is.Read More
Stjórn KRFÍ lýsir vonbrigðum sínum yfir því að við skipan nýrrar ríksstjórnar skuli jöfn kynjaskipting ekki vera höfð að leiðarljósi, þótt kynjaskiptingin rúmist innan 40/60 skiptingarinnar svokölluðu. Það er ósk stjórnar KRFÍ að við frekari uppstokkun á ríkisstjórn sem boðuð hefur verið, verði horft til þess að kynjahlutfallið verði jafnari en það er nú.Read More
Skrifstofa KRFÍ flytur um mánaðarmótin ágúst/september á milli hæða á Hallveigarstöðum og verður framvegis á 2. hæð hússins. Nokkrar truflanir á síma og tölvupósti geta fylgt flutningnum og biðjumst við velvirðingar á því. Við bjóðum hinsvegar félögum og öðrum gestum að koma við á nýrri skrifstofu KRFÍ í september og virða fyrir sér húsakynnin auk þess sem tilboðsverð verður...Read More
Á Menningarnótt í Reykjavík, laugardaginn 21. ágúst nk. verða Skotturnar – félag um 24. október með viðburðatjald á Austurvelli frá kl. 13.00-23.00. Ýmsar listakonur- og hópar koma fram í tjaldinu auk þess sem nokkur aðildarfélög Skottanna, t.d. KRFÍ, verða með kynningarefni og söluvörur. Kíkið við í tjaldið okkar á Menningarnótt – glæsileg dagskrá. Dagskrá í Skottutjaldi á AusturvelliRead More
KRFÍ vill vekja athygli á því að þeir sem ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni 21. ágúst nk. geta skráð sig sem hlaupara sem hlaupa fyrir góðgerðarfélag. KRFÍ er eitt þeirra félaga sem hægt er að hlaupa fyrir – sjá nánar á slóðinni http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/hlaupa-til-gods.Read More
Reykjavík hefur komið á laggirnar þjónustu fyrir innflytjendur sem verður í boði hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Skúlagötu 21 í Reykjavík. Þjónustan er ætluð þeim borgurum af erlendum uppruna sem hafa lögheimili í Reykjavík og felst í almennri ráðgjöf ásamt lögfræðiráðgjöf. Barbara J. Kristvinsson ráðgjafi og Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur eru starfsmenn þjónustunnar. Barbara tekur á móti fólki...Read More
Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að koma á fót nýrri stofnun um málefni kvenna, kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna: UN Women. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað þetta einróma á fundi í byrjun júlí sl. en með þessari ákvörðun verður til ein öflug stofnun innan SÞ sem fjallar um málefni kvenna. Núna er málaflokknum dreift á fjórar stofnanir, þ.e. UNIFEM, DAW...Read More
Skrifstofa KRFÍ verður lokuð 23. júní til 21. júlí að báðum dögum meðtöldum. Tölvupósti verður þó svarað á netfanginu krfi[hjá]krfi.is á þessu tímabili.Read More