Category

Almennar fréttir
Í alþjóðlegri fjölmiðlarannsókn sem birt var í lok september sl. kom í ljós að hlutur kvenna er rýr í fjölmiðlum bæði sem viðmælenda og þeirra sem skrifa fréttirnar. Á Íslandi er staða kvenna svipuð og erlendis en þó eru fréttakonur áberandi fámennar hér á landi miðað við önnur lönd: 33% hér á landi miðað við rúmlega 50% í...
Read More
Föstudaginn 1. október verður haldið málþing um ástir og átök kvennabaráttunnar á Íslandi, í stofu 132 Öskju, kl. 14.00-16.00. Samstarfsaðilar um málþingið eru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Tilefnið er Kvennafrídagurinn sem haldinn verður í þriðja sinn þann 25. október 2010. Kvennahreyfingin á Íslandi á sér nú langa...
Read More
Þjóðlegt eldhús hefur göngu sína á ný eftir sumarfrí. Það verður á sama tíma og á vormánuðum, þ.e. síðasta fimmtudag í hverjum mánuði og nú á fimmtudag, 30. september nk. kl. 19.00, verður þýsk matarmenning kynnt. Allir eru velkomnir til að mæta og bragða á ljúffengum mat fyrir aðeins 800 kr. Einnig er gos og...
Read More
Fyrsti súpufundur haustsins verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, mánudaginn 27. september kl. 12.00-13.00. Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynjafræðingur og jafnréttishönnuður, og Halldóra G. Ísleifsdóttir, lektor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, flytja erindi um kynja- og staðalímyndir í auglýsingum. Allir velkomnir. Súpa og brauð í boði KRFÍ. Enginn aðgangseyrir.
Read More
Föstudaginn 17. september boða EDDA – öndvegissetur og Framtíðarlandið til umræðufundar sem byggir á grein Andra Snæs Magnasonar „Í landi hinna klikkuðu karlmanna“ sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september sl. Umræðurnar fara fram í stofu 105, Háskólatorgi, kl. 15:00-16:30. Frummælendur: Andri Snær Magnason, Vilhjálmur Egilsson, Guðmundur Hálfdánarson, Tryggvi Þór Herbertsson og Sigmundur Einarsson. Allir velkomnir
Read More
Jafnréttisdagar HÍ verða haldnir dagana 20.-24. september nk. annað árið í röð. Líkt og í fyrra verður dagskráin fjölbreytt og verður fjallað um jafnrétti í víðum skilningi og frá mismunandi sjónarhornum. Að dögunum standa fjölmargir aðilar innan Háskólans sem tengjast jafnréttismálum, rannsóknastofnanir, námsbrautir, ýmis hagsmunafélög nemenda, jafnréttisnefndir innan skólans og fleiri aðilar, auk aðila utan skólans. Opnunarviðburðurinn,...
Read More
Femínistafélags Íslands heldur vetrarins fyrsta femínistahitt, þriðjudaginn 14. september kl.  20.00-22.00 í Friðarhúsinu við Njálsgötu 87 í Reykjavík. Efni Hittsins að þessu sinni verður spurningin um hvort nú sé tími fyrir nýtt kvennaframboð eða kvennalista í anda þeirra sem voru í upphafi síðustu aldar og á 9. og 10. áratugnum. Meðal spurninga sem velt verður...
Read More
Jafnréttisstofa fagnar 10 ára afmæli sínu í september. KRFÍ óskar stofnuninni til hamingju með afmælið og færir starfsfólki þakkir fyrir gott samstarf. Í tilefni afmælisins verður haldin afmælisráðstefna í Ketilhúsinu, föstudaginn 10. september kl. 13:15-16-30. Allir eru velkomnir. Sjá dagskrá á www.jafnretti.is.
Read More
Stjórn KRFÍ lýsir vonbrigðum sínum yfir því að við skipan nýrrar ríksstjórnar skuli jöfn kynjaskipting ekki vera höfð að leiðarljósi, þótt kynjaskiptingin rúmist innan 40/60 skiptingarinnar svokölluðu. Það er ósk stjórnar KRFÍ að við frekari uppstokkun á ríkisstjórn sem boðuð hefur verið, verði horft til þess að kynjahlutfallið verði jafnari en það er nú.
Read More
Skrifstofa KRFÍ flytur um mánaðarmótin ágúst/september á milli hæða á Hallveigarstöðum og verður framvegis á 2. hæð hússins. Nokkrar truflanir á síma og tölvupósti geta fylgt flutningnum og biðjumst við velvirðingar á því. Við bjóðum hinsvegar félögum og öðrum gestum að koma við á nýrri skrifstofu KRFÍ í september og virða fyrir sér húsakynnin auk þess sem tilboðsverð verður...
Read More
Á Menningarnótt í Reykjavík, laugardaginn 21. ágúst nk. verða Skotturnar – félag um 24. október með viðburðatjald á Austurvelli frá kl. 13.00-23.00. Ýmsar listakonur- og hópar koma fram í tjaldinu auk þess sem nokkur aðildarfélög Skottanna, t.d. KRFÍ, verða með kynningarefni og söluvörur. Kíkið við í tjaldið okkar á Menningarnótt – glæsileg dagskrá. Dagskrá í Skottutjaldi á Austurvelli
Read More
KRFÍ vill vekja athygli á því að þeir sem ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni 21. ágúst nk. geta skráð sig sem hlaupara sem hlaupa fyrir góðgerðarfélag. KRFÍ er eitt þeirra félaga sem hægt er að hlaupa fyrir – sjá nánar á slóðinni http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/hlaupa-til-gods.
Read More
Reykjavík hefur komið á laggirnar þjónustu fyrir innflytjendur sem verður í boði hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Skúlagötu 21 í Reykjavík. Þjónustan er ætluð þeim borgurum af erlendum uppruna sem hafa lögheimili í Reykjavík og felst í almennri ráðgjöf ásamt lögfræðiráðgjöf. Barbara J. Kristvinsson ráðgjafi og Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur eru starfsmenn þjónustunnar. Barbara tekur á móti fólki...
Read More
Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að koma á fót nýrri stofnun um málefni kvenna, kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna: UN Women. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað þetta einróma á fundi í byrjun júlí sl. en með þessari ákvörðun verður til ein öflug stofnun innan SÞ sem fjallar um málefni kvenna. Núna er málaflokknum dreift á fjórar stofnanir, þ.e. UNIFEM, DAW...
Read More
Skrifstofa KRFÍ verður lokuð 23. júní til 21. júlí að báðum dögum meðtöldum. Tölvupósti verður þó svarað á netfanginu krfi[hjá]krfi.is á þessu tímabili.
Read More
Á hátíðardagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á 19. júní sl. var tilkynnt hvenær konur verða hvattar til að ganga út af vinnustöðum sínum þ. 25. október nk. þegar 35 ár verða liðin frá fyrsta kvennafrídeginum/verkfallinu. Árið 2005 voru konur með 64% af heildartekjum karla. 24. október það árið gengu konur því út kl. 14:08 þegar þær voru búnar að vinna...
Read More
Við höldum kvenréttindadaginn 19. júní hátíðlegan í ár í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur ásamt Skottunum – félagi um 24. október, laugardaginn 19. júní 2010 kl. 16.00-18.00 Dagskrá: · Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ setur hátíðina · Guðrún Jónsdóttir, Stígamótum, kynnir Skotturnar og kvennafrídaginn 2010 · Vigdís Finnbogadóttir, verndari Kvennafrídagsins 2010 · Tímaritin 19. júní og Húsfreyjan kynnt...
Read More
Í tilefni af komu Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, til Íslands standa utanríkisráðuneytið, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum fundi miðvikudaginn 16. júní um eflingu og verndun mannréttinda. Fundurinn er haldinn í Þjóðmenningarhúsinu og hefst kl. 16.00. Allir velkomnir.
Read More
Mjög lítil fjölgun kvenna varð í bæjar- og sveitarstjórnum eftir kosningarnar 29. maí sl. Samkvæmt Fréttablaðinu voru 192 konur kjörnar í bæjar- og sveitarstjórnir en 320 karlar. Hlutur kvenna er því 37,5%og eykst aðeins um 1,5 prósentustig á milli kosninga, var 36% eftir kosningarnar 2006. Konur eru meirihluti fulltrúa í 11 af 76 sveitarfélögum á landinu en karlar...
Read More
Jafnréttisstofa hefur gert könnun á kyni frambjóðenda í borgar- og sveitarstjórnarkosningunum 29. maí 2010. Hlutfall kynjanna er nokkuð jafnt. 47% frambjóðenda eru konur en 53% karlar. Karlarnir eru hinsvegar í yfirgnæfandi meirihluta í 1. sæti listanna eða í 75% tilvika á meðan konur leiða lista í 25% tilvika. Þar sem margir listar eiga einungis von á...
Read More
Á síðasta ári skrifuðu Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA), Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins (SA) undir samstarfssamning um að þessir aðilar myndu hvetja til og leggja áherslu á að fjölga konum í forystusveit í íslensku viðskiptalífi. Samkvæmt nýrri könnun sem Credit info birti nýlega hefur þeim fyrirtækjum á landinu þar sem bæði sitja konur og karlar í stjórn hinsvegar...
Read More
Skottur – félag um 24. október og Hönnunarmiðstöð Íslands, standa fyrir keppni um hönnun barmmerkis. Í því felst að hanna barmmerki sem selja má til styrktar baráttunni gegn mansali og kynbundnu ofbeldi en sá málaflokkur verður efstur á baugi á kvennafrídaginn í ár, sem haldinn verður mánudaginn 25. október. Merkið þarf að höfða bæði til...
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum vegna ársins 2010. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá konum sem eru í, eða hyggja á nám á háskólastigi í listgreinum á komandi skólaári. Um getur verið að ræða nám hérlendis eða erlendis. Styrkupphæð árið 2010 er ein milljón króna og áskilur stjórn sjóðsins sér...
Read More
KRFÍ heldur súpufund, fimmtudaginn 6. maí nk. kl. 12.00-13.00 á Hallveigarstöðum við Túngötu í Reykjavík. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands heldur erindi undir fyrirsögninni: Lærdómar af bankahruni. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Súpa og brauð í boði KRFÍ. Skráning á krfi[hjá]krfi.is
Read More
Þriðja þjóðlega eldhúsið verðu haldið í kvöld, fimmtudaginnn 29. apríl kl. 19.00 á Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í Reykjavík (sjá einnig umfjöllun í nýjasta tbl. Gestgjafans). Kynntur verður matur frá Spáni. Vinsamlegast skráið þátttöku á netfanginu maria[hjá]womeniniceland.is. Aðgangseyrir er 800 kr. og er innifalinnn matur, vatn og kaffi. Gos og vín er hægt að kaupa á...
Read More
Íbúð Menningar- og minningarsjóðs kvenna er til leigu fyrir konur í háskólanámi. Íbúðin leigist frá og með 1. sept. nk. Leiguupphæð er kr. 50.000 á mánuði og leigist íbúðin til eins árs í senn. Nánari upplýsingar á netfanginu krfi [hjá] krfi.is Umsóknum skal skilað til Menningar- og minningarsjóðs kvenna, Hallveigarstöðum við Túngötu 14, 101 Reykjavík, fyrir 25. maí...
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum vegna ársins 2010. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá konum sem eru í, eða hyggja á nám á háskólastigi í listgreinum á komandi skólaári. Um getur verið að ræða nám hérlendis eða erlendis. Styrkupphæð árið 2010 er ein milljón króna og áskilur stjórn sjóðsins sér...
Read More
Skrifstofa KRFÍ verður lokuð 12.-26. apríl 2010 að báðum dögum meðtöldum. Hægt er að senda fyrirspurnir á krfi [hjá] krfi.is
Read More
Þú siglir alltaf til sama lands Hátíðardagskrá í Háskólabíói 15. apríl kl. 16:30–18:00 Dagskráin er öllum opin. Húsið verður opnað kl. 15:30 og eru gestir hvattir til að mæta stundvíslega þar sem sent verður beint út í sjónvarpi og útvarpi. Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, setur dagskrána kl. 16:30 og í kjölfarið munu Jóhanna Sigurðardóttir...
Read More
Síðasta „Hitt“ vetrarins hjá Femínistafélagi Íslands verður þriðjudaginn 13. apríl kl. 20.00-22.00 á Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, Reykjavík. Umræðuefni kvöldsins er umhverfisfemínismi. Sigríður Guðmarsdóttir guðfræðingur og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flytja erindi. Allir eru velkomnir. Umhverfisfemínismi eða vistfemínismi (e. ecofeminism) er vaxandi fræðasvið víðsvegar um heim. Hann byggir á þeirri hugmynd að umhverfisvernd og femínismi hafi marga snertifleti...
Read More
Opin hádegismálstofa á vegum Háskólans í Reykjavík og Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, miðvikudaginn 7. apríl kl. 12.00-13.15. Allir eru velkomnir og fer málstofan fram í aðalbyggingu HR í Nauthólsvík, Fönix 3. Dagskrá: ÁVARP: Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra. SIÐLEGIR STARFSHÆTTIR OG SETNING SIÐAREGLNA: Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur við lagadeild HR fjallar um hvað felst í siðlegum...
Read More
Í nýútkomna raftímaritinu Norðurlönd í vikunni, sem Norræna ráðherranefndin gefur út, er að finna frétt sem vísar í ræðu norska jafnréttismálaráðherrans á nýafstaðinni Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. „Á meðan konur eru fórnarlömb ofbeldis, verður jafnrétti kynjanna ekki náð, hvorki í norðri né suðri“, sagði Audun Bjørlo Lysbakken jafnréttisráðherra Noregs, í ræðu sem hann...
Read More
Á aðalfundi KRFÍ 18. mars sl. var stjórn KRFÍ endurkjörin til 2ja ára áframhaldandi setu. Formaður KRFÍ, Margrét K. Sverrisdóttir, var hinsvegar kosin á síðasta ári til 2ja ára. Stjórnina skipa nú: Margrét K. Sverrisdóttir formaður, Helga Guðrún Jónasdóttir varaformaður, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Margrét Steinarsdóttir, Ragnheiður Bóasdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Sólborg A....
Read More
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur áformar uppbygginu alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála á Íslandi. Á sama tíma og miðstöðin er hjartans mál Vigdísar er hún um leið íslenskt metnaðarmál í þágu allra heimsins orða. Í tilefni af 80 ára afmæli frú Vigdísar 15. apríl nk. vill KRFÍ leggja áformum þessum sitt lið með þvi að hvetja alla til þess að kaupa kort...
Read More
Aðalfundur KRFÍ verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, fimmtudaginn 18. mars kl. 17.00-19.00. Á dagsrká eru venjulega aðalfundarstörf. Allir félagar KRFÍ eru velkomnir á fundinn og allir skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum. Formaður félagsins er Margrét K. Sverrisdóttir sem tók við embættinu á aðalfundi árið 2008 sem varaformaður, þar sem þáverandi formaður hætti....
Read More
4. mars sl. samþykkti Alþingi lög sem gera m.a. ráð fyrir því að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en þrjá stjórnarmenn, skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40% í lok árs 2013. Lögin í heild sinni má lesa á slóðinni http://www.althingi.is/altext/138/s/0752.html
Read More
Á súpufundi KRFÍ 24. febrúar sl. með Stefáni Hauki Jóhannessyni, aðalsamningamann Íslands í ESB-viðræðunum, kom fram að Ísland er nú í svokölluðu rýniferli, þ.e. lög ESB og Íslands er nú borin saman. Stendur sú vinna líklegast fram á sumar. Á sviði jafnréttismála kom fram í máli Stefáns að staða Íslands í samanburði við mörg önnur Evrópulönd er...
Read More
SKrifstofan KRFÍ verður lokuð 1.-5. mars v. þátttöku á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York.
Read More
8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Af því tilefni taka fjöldi samtaka sig saman um að halda dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, mánudaginn 8.mars 2010 kl.17-18:30 undir yfirskriftinni:  Við getum betur Erindi flytja: Andrés Ingi Jónsson: Framtíð ófæddra barna Barbara Kristinsson: Við getum betur Guðrún Hallgrímsdóttir: Hælisleitendur Helga Sif Friðjónsdóttir: Heilsugæsla...
Read More
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og Kvenréttindafélagi Íslands er það sönn ánægja að bjóða ykkur á fyrsta kvöldið undir yfirskriftinni “þjóðlegt eldhús” Eldaður verður saman góður, framandi og freistandi matur frá mismunandi heimshornum. Kynnt verður ný matargerð, farið í notkun á framandi kryddjurtum og sagt frá matarmenningu ýmissa þjóða í skemmtilegum félagsskap. Konur úr samtökunum...
Read More
Á konudaginn tóku konur formlega við Öðlingskyndlinum úr höndum karla, sem hafa kynnt átakið og bók Þórdísa Elvu Þorvaldsdóttur: Á mannamáli, frá bóndeginum síðastliðnum. Hér eftir mun átakið og ágóði af sölu bókarinnar renna til Kvennahreyfingarinnar sem undirbýr stóran viðburð í kringum kvennafrídaginn 25. október nk. 35 ár eru síðan konur hittust á Lækjartorgi 24. október og...
Read More
Sunnudaginn 21. febrúar – á konudaginn – bjóða félögin á Hallveigarstöðum: Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til dagsrkár í tilefni dagsins. Dagskráin hefst kl. 15:00 og verður átakið Öðlingurinn kynnt, Helga Guðrún Jónasdóttir, varaformaður KRF’I kynnir kvennafrídaginn 25. október 2010 en verið er að undirbúa fjöldasamkomu, alþjóðlega ráðstefnu og sitthvað fleira. Einnig...
Read More
Jafnréttisráð hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um hlutdeild kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs: Félag kvenna í atvinnurekstri, Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu samstarfssamning þann 15.maí 2009. Markmið hans er að hlutfall hvors kyns í forystusveit íslensks atvinnulífs verði sem næst 40% í árslok 2013. Samningsaðilar hafa undirstrikað nauðsyn þess að þetta markmið náist,...
Read More
Jafnréttisstofa, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, EDDA – öndvegissetur og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar standa fyrir málþingi um kyn og loftlagsbreytingar, föstudaginn 5. febrúar kl. 14:30-16:45. Málþingið fer fram í Háskóla Íslands, stofu 101 í Lögbergi og er öllum opið. Dagskrá: *Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flytur ávarp *Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: „Kynjavíddir í alþjóðlegri umræðu um loftlagsbreytingar“ *Sólveig...
Read More
Fræðslu- og fjáröflunarátakið Öðlingurinn 2010 er hafið með pompi og prakt! Átakið er tvíþætt: Fyrri hluti (sem stendur yfir núna og til konudagsins 21. febrúar nk.) vekur athygli á Neyðarmóttökunni og safnar fé handa henni með sölu á bókinni Ofbeldi á Íslandi – Á mannamáli eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, sem kom út árið 2009. Seinni...
Read More
Á afmælissúpufundi KRFÍ 27. janúar sl. var mætingarmetið slegið svo um munaði. Um 80 konur þekktust afmælisboð KRFÍ og hlustuðu á skemmtileg erindi frá Ragnhildur G. Guðmundsdóttur, Sigurbjörgu Björgvinsdóttur og Guðrúnu Ásmundsdóttur og gæddu sér á súpu og afmælistertu. Súpufundir njóta sífellt meiri vinsælda enda tilvalið að skreppa í hádegishléi á fund þar sem bæði líkami...
Read More
Súpufundur í tilefni af 103. ára afmæli KRFÍ verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, miðvikudaginn 27. janúar nk. kl. 12.00-13.00. Umræðuefni fundarins er málefni eldri borga: Hvernig upplifa eldri konur ævikvöldið? Erindi flytja: * Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar * Sigurbjörg Björgvinsdóttir, yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi * Guðrún Ásmundsdóttir leikkona Fundarstjóri: Margrét K. Sverrisdóttir,...
Read More
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, meðstjórnandi í KRFÍ, hlaut riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu 1. janúar sl. fyrir félagsstörf sín í þágu almennings. Hún sat m.a.í starfsmannaráði Pósts og síma um árabil og var formaður Félags íslenskra símamanna frá 1984-1997 og gegnfi sem slíkur fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir símamenn bæði innanlands sem utan. Ragnhildur var kjörin varaformaður BSRB, fyrst kvenna,...
Read More
Félags-og tryggingamálaráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2010. Þær konur sem langar að stofna fyrirtæki og falla að örðum skilyrðum verkefnisins geta sótt um styrk rafrænt á slóðinni www.atvinnumalkvenna.is þar sem einnig má nálgast allar upplýsingar.
Read More
KRFÍ vill vekja athygli á Styrktarfélaginu Líf sem stofnað var í desember sl. í þeim tilgangi að styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta þar aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og að veita konum umönnun vegna kynsjúkdóma. Fyrsta verkefni styrktarfélagsins er að ljúka við framkvæmdir á húsnæði meðgöngu-...
Read More
1 3 4 5 6 7 10