Category

Almennar fréttir
Jafnréttisstofa, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, EDDA – öndvegissetur og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar standa fyrir málþingi um kyn og loftlagsbreytingar, föstudaginn 5. febrúar kl. 14:30-16:45. Málþingið fer fram í Háskóla Íslands, stofu 101 í Lögbergi og er öllum opið. Dagskrá: *Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flytur ávarp *Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: „Kynjavíddir í alþjóðlegri umræðu um loftlagsbreytingar“ *Sólveig...
Read More
Fræðslu- og fjáröflunarátakið Öðlingurinn 2010 er hafið með pompi og prakt! Átakið er tvíþætt: Fyrri hluti (sem stendur yfir núna og til konudagsins 21. febrúar nk.) vekur athygli á Neyðarmóttökunni og safnar fé handa henni með sölu á bókinni Ofbeldi á Íslandi – Á mannamáli eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, sem kom út árið 2009. Seinni...
Read More
Á afmælissúpufundi KRFÍ 27. janúar sl. var mætingarmetið slegið svo um munaði. Um 80 konur þekktust afmælisboð KRFÍ og hlustuðu á skemmtileg erindi frá Ragnhildur G. Guðmundsdóttur, Sigurbjörgu Björgvinsdóttur og Guðrúnu Ásmundsdóttur og gæddu sér á súpu og afmælistertu. Súpufundir njóta sífellt meiri vinsælda enda tilvalið að skreppa í hádegishléi á fund þar sem bæði líkami...
Read More
Súpufundur í tilefni af 103. ára afmæli KRFÍ verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, miðvikudaginn 27. janúar nk. kl. 12.00-13.00. Umræðuefni fundarins er málefni eldri borga: Hvernig upplifa eldri konur ævikvöldið? Erindi flytja: * Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar * Sigurbjörg Björgvinsdóttir, yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi * Guðrún Ásmundsdóttir leikkona Fundarstjóri: Margrét K. Sverrisdóttir,...
Read More
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, meðstjórnandi í KRFÍ, hlaut riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu 1. janúar sl. fyrir félagsstörf sín í þágu almennings. Hún sat m.a.í starfsmannaráði Pósts og síma um árabil og var formaður Félags íslenskra símamanna frá 1984-1997 og gegnfi sem slíkur fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir símamenn bæði innanlands sem utan. Ragnhildur var kjörin varaformaður BSRB, fyrst kvenna,...
Read More
Félags-og tryggingamálaráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2010. Þær konur sem langar að stofna fyrirtæki og falla að örðum skilyrðum verkefnisins geta sótt um styrk rafrænt á slóðinni www.atvinnumalkvenna.is þar sem einnig má nálgast allar upplýsingar.
Read More
KRFÍ vill vekja athygli á Styrktarfélaginu Líf sem stofnað var í desember sl. í þeim tilgangi að styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta þar aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og að veita konum umönnun vegna kynsjúkdóma. Fyrsta verkefni styrktarfélagsins er að ljúka við framkvæmdir á húsnæði meðgöngu-...
Read More
Hið mánaðarlega „hitt“ Femínistafélags Íslands verður haldið í Gallerí Hornið í Hafnarstræti í Reykjavík, þriðjudaginn 12. janúar kl. 20.00-22.00. Umræðuefnið að þessu sinni er jafnrétti og sveitastjórnir. Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, vann með starfshópi um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnum í vetur og mun hún ræða um aðgerðir...
Read More
Út er komið nýtt fræðslurit um Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Mannréttindaskrifstofa Íslands gefur út, í samvinnu við Jafnréttisstofu, UNIFEM á Íslandi, félags- og tryggingamálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti, í tilefni af 30 ára afmæli sáttmálans 18. desember sl. Markmiðið með útgáfunni er að stuðla að aukinni þekkingu á réttindum kvenna og þar með stuðla að samfélagi þar sem...
Read More
KRFÍ óskar félögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Félagið þakkar góðan stuðning á árinu 2009. Skrifstofa félagsins er lokuð milli jóla og nýars en opnar aftur 4. janúar kl. 09.00.
Read More
Á skrifstofu KRFÍ eru til sölu Veröld sem ég vil – Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992, skráð af Sigríði Th. Erlendsdóttur. Bókin er mjög vegleg, prýdd fjölda mynda og segir ekki aðeins sögu KRFÍ heldur er einnig einstakt heimildarrit kvenréttindabaráttunnar allrar á Íslandi. Verð kr. 2.000. Einnig eru taupokar KRFÍ til sölu, merktir félaginu og kosta einungis...
Read More
Sameiginlegur Jólafundur KRFÍ og Kvennasögusafns Íslands verður ahldinn fimmtudaginn 10. desember nk. kl. 20.00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu í Reykjavík. Dagskrá 20.00     *Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ flytur ávarp *Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands opnar formlega síðu um Laufeyju Valdimarsdóttur á heimasíðu Kvennasögusafnsins *Hreindís Ylva Valdimarsdóttir syngur nokkur lög *Þordís Elva Þorvaldsdóttir kynnir bók sína Á mannamáli...
Read More
Á norrænu ráðstefnu KRFÍ 26. september sl. var fjallað um kreppuna og áhrif hennar á konur og karla og kynjajafnréttið. Í meðfylgjandi skýrslu er sagt frá erindum fyrirlesara á ráðstefnunni ásamt niðurstöðum úr vinnuhópunum tveimur sem voru undir stjórn Maríönnu Traustadóttur jafnréttisfulltrúa ASÍ annarsvegar og Silju Báru Ómarsdóttur aðjúnkts við stjórnamálafræðideild Háskóla Íslands hinsvegar. Kyn og...
Read More
Sölvi Tryggvason, dagskrárgerðarmaður hlaut viðurkenningu Kvenréttindafélags Íslands í síðustu viku fyrir jöfn kynjahlutföll viðmælenda í spjallþáttunum „Spjallið með Sölva“ á Skjá 1. Það var Margrét K. Sverrisdóttir sem afhenti Sölva viðurkenningarskjalið og var greint frá því í fréttatíma stöðvarinnar: http://skjarinn.is/einn/veftivi/frettir/1106/#tab=islenskir-thaettir Á súpufundi KRFÍ í byrjun nóvember voru kynntar tvær óformlegar kannanir á sýnileika kvenna í viðtalsþáttum í sjónvarpi og útvarpi....
Read More
Í tilefni af 16 daga átaki bjóða Samtök um kvennaathvarf til hádegisfundar í Þjóðmenningarhúsi, miðvikudaginn 2. desember kl. 12-13. Á fundinum kynnir Hildur Guðmundsdóttir starfskona Kvennaathvarfsins og mannfræðingur rannsókn sína „I don´t know how I ended up here with this man“ sem er rannsókn á aðstæðum erlendra kvenna sem leituðu í Kvennaathvarfið á árunum 2007...
Read More
Skrifstofa KRFÍ verður lokuð þriðjudaginn 24. nóvember til 27. nóvember 2009. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 30. nóvember.
Read More
Hið árlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst 25. nóvember og stendur til 10 desember. Að þessu sinni er yfirskrift átaksins: Leggðu þitt að mörkum – Farðu fram á aðgerðir: Saman getum við bundið enda á ofbeldi gegn konum! Í tilefni af upphafsdegi átaksins standa mannréttindasamtök og kvennahreyfingin á Íslandi fyrir Ljósagöngu til að vekja athygli...
Read More
Skrifstofa KRFÍ verður lokuð þriðjudaginn 17. nóvember 2009.
Read More
Skrifstofa KRFÍ verður lokuð þriðjudaginn 10. nóvember 2009.
Read More
Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ var í útvarpsviðtali á Bylgjunni í þættinum Á Sprengisandi, sunnudaginn 8. nóvember sl. Á slóðinni http://bylgjan.visir.is/?PageID=2666 má hlusta á viðtalið þar sem farið er yfir stöðu jafnréttismála í kjölfar kreppunnar.
Read More
Enn eitt karlavígið var fellt á dögunum þegar Elín Björg Jónsdóttir var kjörin formaður BSRB, fyrst kvenna. Af því tilefni færðu fulltrúar Kvenréttindafélags Íslands Elínu Björgu viðurkenningu, 4. nóvember á skrifstofu BSRB við Grettisgötu. Það er ánægjulegt að segja frá því að einn fulltrúi Kvenréttindafélagsins, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, var fyrsta konan sem kjörin var varaforseti BSRB. Það...
Read More
KRFÍ stendur fyrir súpufundi á Hallveigarstöðum, fimmtudaginn 5. nóvember nk. kl. 12.00-13.00 undir yfirskriftinni: Sýnileiki kvenna í fjölmiðlum á kosningaári Stutt erindi flytja Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Svanhildur Kaaber, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins. Umræður. Súpa og brauð í boði KRFÍ. Allir velkomnir. Skráning á krfi[hjá]krfi.is KRFÍ hefur gert stutta könnun á því af hvaða kyni viðmælendur...
Read More
Femínistafélag Íslands heldur sitt mánaðarlega Femínistahitt þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20 í Gallerý Horninu í Hafnarstræti í Reykjavík. Umræðuefnið að þessu sinni er mansal. Til þess að ræða stöðu þessa málaflokks á Íslandi verða Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og Fríða Rós Valdimarsdóttir höfundur skýrslunnar “Líka á Íslandi – rannsókn á eðli og umfangi mansals” . Allir...
Read More
Samkvæmt World Economic Forum, sem mælt hefur bil á milli kynjanna út frá fjórum megin kvörðum undanfarin ár, er bilið á milli kynjanna minnst á Íslandi. Munar þar einna mestu um aukin hlut kvenna í ráðherrastólum og á Alþingi á þessu ári en einnig eru breytingar í þátttöku  og ávinningi kvenna í menntun og atvinnulífi...
Read More
Elín Björg Jónsdóttir var kjörin formaður BSRB á 42. þingi bandalagsins 21.-23. október sl. Er það í fyrsta skiptið sem kona gegnir embættinu og að því tilefni óskar KRFÍ henni til hamingju!
Read More
Utanríkisráðuneytið býður til morgunverðarfundar ásamt dóms- og mannréttindaráðuneytinu um aðgerðir gegn mansali í tilefni af komu Evu Biaudet, mansalsfulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Fundurinn fer fram á ensku og verður haldinn á Hótel Borg, föstudaginn 30. október nk. kl. 09.00. Fundarstjóri: Gréta Gunnarsdóttir sendiherra og sviðsstjóri alþjóða og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins. Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur.
Read More
Borgarstjórn hefur samþykkti að skrifa undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Þau sveitarfélög sem undirrita sáttmálann skuldbinda sig formlega til að virða grundvallarregluna um jafnrétti kvenna og karla. Það er Jafnréttisstofa sem veitir sveitarfélögum faglega ráðleggingar varðandi innleiðingu slíkra sáttmála.
Read More
Félags- og tryggingarmálaráðherra hefur skipað í Jafnréttisráð. Formaður er Þórhildur Þorleifsdóttir en aðrir nefndarmenn eru: Maríanna Traustadóttir, tiln. af ASÍ, BHM og BSRB, Guðlaug Kristjánsdóttir, tiln. af ASÍ, BHM og BSRB, Hörður Vilberg, tiln. af fjármálaráðuneyti og SA, Björn Rögnvaldsson, tiln. af fjármálaráðuneyti og SA, Una María Óskarsdóttir, tiln. af FÍ, KÍ og KRFÍ, Silja...
Read More
KRFÍ hefur látið prenta lógó og nafn félagsins á svarta taupoka sem félagið selur til styrktar starfseminni. Pokarnir eru úr 100% bómull og eru bæði til með löngum höldum og stuttum. Verð 1.500 kr.
Read More
Í annað sinn í sögu landsins er kynjaskipting nú jöfn í ríkisstjórn Íslands. Því fagnar KRFÍ og hvetur um leið stjórnvöld til að standa vörð um jafnréttismálin sem eru mikilvægur hlekkur í því að byggja upp réttlátt samfélag.
Read More
Á ráðstefnunni Kyn & Kreppa – má nýta kreppuna til aukins kynjajafnréttis, sem KRFÍ hélt laugardaginn 26. sept. sl. kom fram í máli frummælenda að uppbygging nýs þjóðfélags er tilvalið tækifæri til að styrkja stoðir jafnréttis kynjanna. Einnig kom fram að það að tryggja kynjajafnrétti, sé í raun bein leið út úr kreppunni þar sem...
Read More
Sveinbjörg Hermannsdóttir var kjörin heiðursfélagi í Kvenréttindafélagi Íslands á framkvæmdastjórnarfundi 25. ágúst sl. Sveinbjörg, sem er fædd árið 1911, hefur verið félagi í KRFÍ í rúma hálfa öld og hefur sýnt félaginu mikla ræktarsemi. Á 99. aldursári sækir Sveinbjörg enn viðburði á vegum félagsins.  Á aðalstjórnarfundi KRFÍ 17. september sl. afhenti Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ, Sveinbjörgu heiðursskjal að þessu...
Read More
Laugardaginn 26. september nk. stendur KRFÍ fyrir norrænni ráðstefnu á Grand Hóteli kl. 10:00 undir yfirskriftinni: KYN & KREPPA – Hvernig má nýta kreppuna til aukins kynjajafnréttis? Ráðstefnan fer fram á Norðurlandamálum og ensku og eru allir velkomnir. Þátttökugjald er 1.000 kr. (innifalið kaffi allan daginn, hádegisverður og drykkur í mótttöku KRFÍ að lokinni ráðstefnu)....
Read More
Þetta er yfirskrift málstofa sem haldnar verða á Akureyri 1. október nk. og Reykjavík 28. og 29. október nk. fyrir fólk í atvinnulífinu. Fyrir málstofunum standa Jafnréttisstofa og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem hrint hefur í framkvæmd aðgerðaáætlun til að aðstoða fyrirtæki í einkageiranum,  einkum lítil og meðalstór fyrirtæki, til að skilja betur ávinninginn af því að...
Read More
Félag háskólakvenna og kvenstúdenta auglýsir styrk til háskólanáms fyrir erlendar konur búsettar á Íslandi. Auglýst er eftir umsækjendum sem hafa fengið inngöngu í grunnnám í háskóla á Íslandi þ.m.t. íslensku fyrir útlendinga. Umsækjendur þurfa að hafa búsetuleyfi á Íslandi og mega ekki eiga kost á námsláni frá LÍN. Um tilraunaverkefni er að ræða og mun...
Read More
Stjórn KRFÍ hefur sent kvennalandsliðinu í knattspyrnu eftirfarandi kveðju: Í tilefni þátttöku ykkar á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sendum við ykkur bestu kveðjur og hvatningu. Þið hafið ná stórkostlegum árangri sem fyllir okkur stolti. Sá árangur hefur fengist með þrotlausri baráttu ykkar og þeirra sem á undan ykkur fóru í kvennaknattspyrnu á Íslandi. Þið eruð frábærar...
Read More
Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Mannréttindaskrifstofa Íslands standa saman að átakinu Jafnrétti nú! í samstarfi við KRFÍ ásamt fleiri félagasamtök. Markmið átaksins er að vinna gegn mismunun í samfélaginu. Áhersla er lögð á að vekja almenning til vitundar um rétt allra til jafnra tækifæra í samfélaginu óháð uppruna, kynferði, aldri, fötlun, kynhneigð eða trú. Átakið samanstendur af ýmsum viðburðum...
Read More
Norræn ráðstefna KRFÍ um ný sóknarfæri í jafnréttismálum verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík, laugardaginn 26. september nk. kl. 10.00-17.00 Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra ávarpar ráðstefnuna en aðrir frummælendur verða: * Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Janfréttisstofu * Sigríður Snævarr, sendiherra * Gyða Margrét Pétursdóttir, doktorsnemi í kynjafræði við HÍ * Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital *...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands er eitt þeirra félaga sem hægt er að hlaupa til góðs fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 22. ágúst nk. Bæði er hægt að heita á hlaupara sem hlaupa í þágu félagsins eða hlaupa sjálfur til styrktar félaginu. Allar nánari upplýsingar má finna á www.marathon.is Hlaupum til góðs og stuðnings KRFÍ!
Read More
Út er komin hjá Jafnréttisstofu kynjasamþættingarhandbókin „Jöfnum leikinn“. Í tilkynningu frá Jafnréttisstofu segir að handbókin sé „mjög hagnýt við framkvæmd kynjasamþættingar en í henni er farið í gegnum skilvirkar aðferðir auk þess sem dæmi eru gefin um íslensk samþættingarverkefni. Dæmin sýna hvernig stuðla má að auknum gæðum í þjónustu og öllum starfsháttum stofnana og fyrirtækja...
Read More
Skrifstofa KRFÍ er lokuð frá 27. júní til 31. júlí 2009.
Read More
Tímaritið 19. júní kom út samnefndan dag og er hægt að nálgast blaðið í öllum helstu bókabúðum Pennans og á skrifstofu KRFÍ á Hallveigarstöðum. Rétt er að taka það fram að í grein Lillý Valgerðar Pétursdóttur á bls. 26-27 er villa í umfjölluninni um hlutfall kvenna á Alþingi. Í fyrirsögninni er sagt að konur séu...
Read More
Á Hallveigarstöðum efna Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélag Íslands til móttöku og hátíðardagsrkár kl. 17.00-19.00. Ávörp flytja: Margrét K. Sverrisdóttir fomraður KRFÍ Ásta R. Jóhannesdóttir forseti Alþingis Margrét Steinarsdóttir framkv.stj. Alþjóðahúss Lára Ómarsdóttir ritstjóri 19. júní Sabine Leskopf formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynnir nýjan bækling samtakanna Einnig verður tilkynnt um...
Read More
KRFÍ fagnar að venju 19. júní með hátíðardagskrá á Hallveigarstöðum við Túngötu í Reykjavík. Dagskráin hefst kl. 17:00. Ávörp flytja: Margrét K. Sverrisdóttir formaður KRFÍ Ásta R. Jóhannesdóttir forseti Alþingis Margrét Steinarsdóttir framkv.stj. Alþjóðahúss Lára Ómarsdóttir ritstjóri 19. júní Einnig verður tilkynnt um úthlutanir úr Menningar- og minningarsjóði kvenna fyrir árið 2009. Sérstaklega verður fagnað...
Read More
Í nýrri viðhorfskönnun Capacent kemur í ljós að rétt tæpur helmingur þjóðarinnar telur að kyn skipti máli við ráðningar í störf. Telja t.d. 57% kvenna að kyn geti haft neikvæða möguleika fyrir umsækjanda. Í könnuninni kemur einnig fram að 23,5% þjóðarinnar telur það algengt eða mjög algengt að fólki sé mismunað eða áreitt vegna kyns síns....
Read More
Samfélagssjóður AlheimsAuðar var stofnaður í mars sl. og mun úthlutun úr sjóðnum fara fram 19. júní ár hvert. Umsóknarfrestur í ár um styrk úr sjóðnum er 29. maí nk. Markmið sjóðsins er að hvetja konur til athafna og frumkvæðis og verður til framtíðar sérstaklega horft til þess að ljá konum í þróunarlöndum styrk. Sjá nánar á...
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum vegna ársins 2009, en ákveðið hefur verið að útvíkka frestinn og skilyrðin fyrir umsækjendur. Sjóðurinn er opinn fyrir umsóknir frá atvinnulausum  konum 30 ára og eldri sem hófu nám eða hyggja á  nám á árinu 2009. Um getur verið að ræða háskólanám, nám í framhaldsskóla til stúdentsprófs eða nám...
Read More
KRFÍ fagnar því að meirihluti flokkanna sem nú taka sæti á Alþingi eru með jafna kynjaskiptingu í þingflokkum sínum. Þetta eru Samfylking, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Borgarahreyfingin. Einnig fagnar KRFÍ því sögulega háa hlutfalli kvenna á Alþingi en tæp 43% þeirra sem nú taka þar sæti eru konur. Undanfarin ár hefur KRFÍ ítrekað bent á það...
Read More
Uppröðun á framboðslista er grein eftir Halldóru Traustadóttur framkvæmdastjóra KRFÍ. Grein í pdf skrá. Yfirskrift þessa greinastúfs var yfirskrift á málþingi sem Kvenréttindafélag Íslsnds hélt í september í fyrra. Ekki læddist að okkur sá grunur í félaginu á þeim tíma að kosningar, með tilheyrandi uppröðun á framboðslistum, væri handan við hornið. Sú varð þó raunin...
Read More
KRFÍ stendur fyrir súpufundi á Hallveigarstöðum við Túngötu í Reykjavík, föstudaginn 17. apríl nk. kl. 12:10-13:00. Yfirskrift fundarins er: Lykilstaða kvenna í umhverfismálum. Frummælendur verða: Guðrún G. Bergmann, höfundur bókarinnar Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona: Hvar eru íslenskar konur í þjóðmenningunni? Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ: Loftlagsbreytingar hafa mismunandi áhrif...
Read More
1 4 5 6 7 8 10