Category

Viðburðir
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til rafræns hádegisfundar 8. mars kl. 12–13. Yfirskrift fundarins er Konur í kafi – kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs. Slóð á viðburð: https://us02web.zoom.us/j/85277321283 Dagskrá: „Bakslag eða afhúpun: Heimilislíf og jafnrétti í fyrstu bylgju Covid frá sjónarhóli mæðra.“ Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor...
Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins hélt fyrirlestur á rafrænum ársfundi NWEC, National Women’s Education Center í Japan. Þar ræddi Brynhildur um ójöfnuð á tímum COVID-19 og áhrif heimsfaraldursins á kynjajafnrétti á Íslandi og á alþjóðavettvangi. — アイスランド女性権利協会の事務局長であるブリンヒルドゥル・ヘイダル・オグ・オゥマルスドッティルがNWEC(国立女性教育会館)によって開催されたグローバルセミナー2020で、基調講演を行いました。ブリンヒルドゥル事務局長は新型コロナウイルス状況下においての不平等、そしてパンデミックがアイスランド、そして世界の男女平等にもたらす影響についての講演を行いました。
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands tók þátt í pallborðsumræðum um efnahagsaðgerðir stjórnvalda í kjölfar COVID-19, á Kynjaþingi 12. nóvember 2020. Viðburðurinn bar yfirskriftina Allir vinna eða kallar vinna? og var haldinn af Femínískum fjármálum. Fundastjórar voru Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Sigríður Finnbogadóttir (chat moderator) og í pallborði sátu Steinunn Rögnvaldsdóttir, Femínísk fjármál, Tatjana Latinovic, forkona...
Read More
Velkomin á fyrirlestur og pallborðsumræður um fæðingarorlof á Íslandi, á #kynjaþingheima 13. nóvember kl. 14:00. Takið þátt á Zoom: https://us02web.zoom.us/j/89617396921 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem réttur til fæðingarorlofs er lengdur í tólf mánuði og jafnt skipt á milli foreldra. Frumvarpið er stórt skref í átt til kynjajafnréttis, en kjaramisrétti kynjanna má að hluta til rekja til...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands tekur þátt í rafrænu pallborði á Women’s Economic Forum í Kosta Ríka um hvernig við getum byggt upp betri samfélög með stefnumótun sem byggist á manngæsku og samkennd. Pallborðið er haldið miðvikudaginn 11. nóvember kl. 17:00 að íslenskum tíma. Hægt er að horfa á umræðurnar á vefsíðu Women’s Economic Forum....
Read More
Á Kynjaþingi 2020 stendur Trans Ísland og Kvenréttindafélagið fyrir viðburði um trans fólk og femíníska samstöðu. Á þessum viðburði verður farið yfir tengsl femínisma og réttindabaráttu trans fólks á Íslandi. Raddir víðs vegar úr baráttunni koma saman og ræða hvernig hægt sé að sporna gegn að hugmyndafræði sem er andsnúin trans fólki nái fótfestu innan...
Read More
Konur hafa náð afar góðum árgangri í sveitarstjórnarmálum hér á Íslandi. Konur eru 47% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi og 36% sveitar- og bæjarstjóra eru konur. Í samanburði voru konur einungis 31% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi og 18% af borgar- og bæjarstjórum í Evrópu á árinu 2018, samkvæmt Power2Her, skýrslu CEMR – Evrópusamtaka sveitarfélaga um stöðu...
Read More
Hanna Katrín Friðriksson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir setjast niður í spjall með Þorgerði Einarsdóttur, og ræða um mikilvægi femínískrar samstöðu með hinsegin fólki og baráttumálum þeirra, á rafrænu Kynjaþingi fimmtudaginn 12. nóvember kl. 11:00. Margt hefur breyst í réttindamálum hinsegin fólks á undanförnum áratugum bæði hvað varðar lagaleg réttindi og félagsleg réttindi, eins og...
Read More
Hver er staða hinsegin fræða innan kynjafræðinnar? Hvaða áhrif, ef einhver, hefur fjarkennsla haft á kynjafræðakennslu á framhaldsskólastigi? Hvað getum við gert betur? Ykkur er boðið í pallborðsumræður á Zoom, mánudaginn 9. nóvember kl. 15, þar sem farið verður yfir helstu niðurstöðu nýbirtrar könnunar um líðan hinsegin ungmenna í skólum. Einstaklingar sem starfa innan skólakerfisins...
Read More
Hið árlega Kynjaþing Kvenréttindafélagsins er haldið í næstu viku, 9. til 13. nóvember. Í ár fer dagskrá Kynjaþings fram eingöngu á veraldarvefnum! Fjöldi samtaka halda viðburði á Kynjaþingi: BSRB, Efling, Femínísk fjármál, Félag kvenna í atvinnulífinu, Kvennaathvarfið, Kítón, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennasögusafnið, Kvenréttindafélagið, Samtök um líkamsvirðingu, Samtökin ’78, Stelpur rokka!, Trans Ísland, UN Women á Íslandi, WIFT,...
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Bríet fæddist 27. september 1856 á Haukagili í Vatnsdal og lést 16. mars 1940. Sjóðurinn hefur í 79 ár styrkt tugi kvenna til náms og starfa. Í ár lagði sjóðurinn megináherslu á námsstyrki og voru konur á öllum skólastigum hvattar til að sækja um í...
Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins spjallaði við Uglu Stefaníu Kristjönu- og Jónsdóttur formann Trans Íslands um trans málefni og íslenskan femínisma, á Hinsegin dögum 2020. Hægt er að horfa á spjallið á Instagram Live. #hinseginheima           View this post on Instagram                  ...
Read More
Velkomin í femíníska sögugöngu og gleðistund á kvenréttindadegi 19. júní. Mæting í gönguna er fyrir framan Kvennaheimilið Hallveigarstaði á Túngötu 14 og lagt er af stað kl. 17:00. Tinna Eik Rakelardóttir, stofnandi Reykjavík Feminist Walking Tour, leiðir gesti í fótspor kvenna í miðborg Reykjavíkur og segir byltingarsögu borgarinnar. Gangan fjallar um ýmsa einstaklinga og hópa...
Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands var haldinn 25. maí 2020. Þetta var fyrsti aðalfundur í 113 ára sögu félagsins sem einnig var haldinn rafrænt. Fundurinn var haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, og gátu þátttakendur einnig tekið þátt í gegnum fjarfundarkerfið Zoom. Á fundinum var kosið til stjórnar, auk þess sem aðalfundur samþykkti að skerpa orðalag stefnuskrár félagsins...
Read More
Heilir og sælir, kæru félagar. Við vonum að þið hafið haft það sem allra best. Ástandið sem ríkt hefur vegna COVID-19 veirunnar hefur reynst okkur öllum erfitt, einnig okkur hjá Kvenréttindafélaginu, en starfsemi okkar hefur verið í lágmarki síðustu vikurnar. Það vekur okkur von í brjósti að finna fyrir þeim samhug sem ríkir í samfélaginu...
Read More
Kvenréttindi og lýðræði eru undir árás á tímum Covid-19. Í Póllandi stefnir þingið á að ræða bann á þungunarrofi í vor, frumvarp sem hætt var við árið 2016 þegar milljónir manna mótmæltu á götum Póllands og víðar um heim. Nú ríkir algjört samkomubann í Póllandi og því tækifæri fyrir ríkisstjórnina að lauma banninu í gegn...
Read More
* Lokað hefur verið fyrir skráningu á pallborðsumræðunum vegna mikillar aðsóknar. Kynnt verður á síðu viðburðarins á Facebook hvort einhver sæti losna á degi viðburðarins.* Þér er boðið á viðburðinn Hennar rödd – pallborðsumræður með konum af erlendum uppruna, 5. mars í Iðnó, í Sunnusal á efri hæðinni. Viðburðurinn er haldinn í tilefni Alþjóðlegs barráttudags...
Read More
Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, ávarpaði baráttufund Eflingar í Iðnó 26. febrúar 2020. Sæl öll! Frá upphafi hefur barátta fyrir kvenfrelsi verið samofin baráttu fyrir bættum kjörum kvenna. Kvenréttindafélag Íslands  var stofnað árið 1907 með það að markmiði að íslenskar konur fái á öllum sviðum sama rétt og karlar, þar á meðal rétt til atvinnu. ...
Read More
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Jafnréttisráð, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til hádegisverðarfundar 5. mars kl. 12–13. Yfirskrift fundarins er Baráttan heldur áfram! Kjarajafnrétti og ný jafnréttislög. Dagskrá: „Kerfislæg mismunun kynjanna – geta jafnréttislög rétt við kynbundið gildismat samfélagsins?“ Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ. „Skylda til...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnaði 113 ára afmæli sínu í vikunni, en félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.  Var Kvenréttindafélagið stofnað til að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir. Konur á Íslandi...
Read More
Velkomin á Islandia, stuttmynd eftir Eydísi Eir Brynju- og Björnsdóttur, sem sýnd verður í Bíó Paradís laugardaginn 18. janúar kl.  14:00. Myndin segir frá reynslu hennar sem þolandi ofbeldis og leit hennar að réttlæti. Í lok sýningarinnar tekur Eydís Eir þátt í pallborðsumræðum ásamt Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands, Sólveigu Daðadóttur gjaldkera Femínistafélag...
Read More
Verkefnastjórar NOW – New Opportunities for Women NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus sem ætlað er að styrkja og valdefla konur af erlendum uppruna á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Kýpur, Írlandi,  Portúgal og Spáni. Konur voru 52% innflytjenda í Evrópu árið 2017 og á Íslandi er kynjaskipting innflytjenda nokkuð...
Read More
Verið velkomin á jólamorgunfund Kvennasögusafns Íslands og Kvenréttindafélags Íslands fimmtudaginn 5. desember, kl. 8:30-9:45. Kaffi, kleinur og kvennasaga í morgunsárið í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar á 2. hæð. Fjallað verður um kvennasöguna handan hins ritaða orðs, um myndmál kvennabaráttunnar á 20. öld og útvarpsdagskrá Kvenfélagasambands Íslands og Kvenréttindafélags Íslands um miðbik aldarinnar. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir frá Kvennasögusafni Íslands...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélagsins hélt erindi um jafnrétti á vinnumarkaði, sérstaklega jafnlaunastaðalinn, þann 27. nóvember, á ráðstefnunni #WorkEqual í Dyflinni á Írlandi. Ráðstefnan var haldin af írsku samtökunum Dress for Success sem starfa að jafnrétti á vinnumarkaði. Andrew Brownlee framkvæmdastjóri Solas, Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélagsins, Leo Varadkar forsætisráðherra Írlands, Sonya Lennon frumkvöðull og stofnandi Dress...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands eru sérstakir samstarfsaðilar Heimsþings kvenleiðtoga sem haldið var í Hörpu dagana 18. til 20. nóvember. Heimsþingið er haldið af Women Political Leaders, Global Forum, í sérstöku samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands. Ákvörðun að halda þetta þing árlega næstu árin er tekin í framhaldi af fjölmennum ársfundi WPL sem haldinn var á Íslandi...
Read More
Velkomin á opinn fund um innflytjendakonur og ofbeldi,þriðjudaginn 12. nóvember kl. 8:30-10:00 í Veröld, húsi Vigdísar, herbergi 201. Fundurinn er haldinn af ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar, fjölmenningarráði Reykjavíkurborgar, ASÍ, W.O.M.E.N. in Iceland, Kvenréttindafélagi Íslands og Kvennaathvarfinu. Dagskrá: Rannsókn á reynslu innflytjenda kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og ofbeldi á vinnustöðum. Dr. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, lektor í...
Read More
Stærstu regnhlífarsamtök kvennahreyfingarinnar í Evrópu ræða um ungt fólk og jafnréttisbaráttuna Kolfinna Tómasdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á fundi European Women’s Lobby, Hagsmunasamtaka evrópskra kvenna, um ungt fólk í jafnréttisbaráttunni. Kolfinna hefur lokið BA gráðu í lögfræði og stundar nú meistaranám í lögfræði og diplómunám í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands samhliða því að starfa...
Read More
Hver er staða kynjafræði á öllum skólastigum? Krafan um að kynjafræði, jafnréttisfræði og/eða hinsegin fræði verði gert hærra undir höfði í skólakerfinu hefur orðið æ háværari undanfarin ár. Samtökin ’78 og Kvenréttindafélag Íslands standa að þessum viðburði en þar heyrum við einstaklinga sem starfa innan leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla segja frá sinni nálgun og hvaða...
Read More
Fjöldasamstaða hefur verið undirstaða þess árangurs sem við höfum náð í jafnréttismálum á Íslandi. En hafa öll ávallt fundið sér samastað í fjöldanum? Samtvinnun eða intersectionality er sífellt mikilvægara hugtak í femínismanum, sú hugmynd að í jafnréttisbaráttu sé grundvallaratriði að líta til hinna ólíku þátta sem leiða til misréttis. Til þess að ná kynjajafnrétti er...
Read More
Konur á Íslandi hafa brotið glerþakið í stjórnmálum. Í dag eru konur 38% þingmanna á Alþingi, sem er vissulega afturhvarf frá því sem áður var, og 47,1% bæjarfulltrúa í sveitarstjórnum. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og höfuðborgarsvæðinu eru konur meirihluti sveitarstjórnarfulltrúa. Kynjahlutfallið hefur aldrei verið jafnara, þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að kynjajafnrétti ríki...
Read More
Næsta laugardag 2. nóvember er haldið Kynjaþing 2019, samráðsvettvangur samtaka sem starfa að jafnrétti og mannréttindum. Þingið er haldið í Norræna húsinu og hefst dagskrá klukkan 13:00. Ókeypis aðgangur er að kynjaþingi og öll velkomin. Fjöldamörg samtök standa fyrir viðburðum á Kynjaþingi: Ada – hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni, ASÍ, Dziewuchy Islandia, Femínistafélag HÍ, Femínísk fjármál,...
Read More
Þrjú norræn kvenréttindasamtök, Sveriges Kvinnolobby, Kvenréttindafélag Íslands og Norges Kvinnelobby, stóðu fyrir fundi þriðjudaginn 22. október síðastliðinn þar sem rætt var um jafnrétti í fæðingarorlofi. Fundurinn var haldinn í Stokkhólmi. Samtökin kynntu nýja samanburðarskýrslu um fæðingarorlof á Norðurlöndum, Föräldraledig? Mer än köksbordsfråga, og greindi Andrés Ingi Jónsson alþingismaður frá íslenska fæðingarorlofskerfinu og fyrirhugaðum breytingum á...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands býður ykkur velkomin á femíníska sögugöngu á kvennafrídegi, fimmtudaginn 24. október kl. 17:00. Tinna Eik Rakelardóttir, stofnandi Reykjavík Feminist Walking Tour, leiðir gesti í fótspor kvenna í miðborg Reykjavíkur, og segir byltingarsögu borgarinnar. Gangan fjallar um ýmsa einstaklinga og hópa sem hafa haft söguleg áhrif á réttindabaráttu á Íslandi en sem oft gleymist...
Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, hélt erindi um íslenskar lausnir í jafnréttismálum þann 16. október á Asahi World Forum 2019, í Tókýó, Japan. Erindi hennar bar yfirskriftina „Women’s Strikes and Feminist Bureaucracy; and Other Tales from the North“. Í erindinu lagði Brynhildur áherslu á að lýðræði og sjálfbær framtíð væri óhugsandi án kvenréttinda....
Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands hélt erindi um kvennafrí og jafnlaunastaðalinn og tók þátt í pallborðsumræðum um kjarajafnrétti, á 11. kvennaþingi Póllands, Kongres Kobiet, 20. september 2019. 20 September 2019 at 3:45 PM- 5:00 PM Palace of Culture and Science, Room Rudnieva IV floor The gender pay gap in Poland remains around 16-18%...
Read More
Alþjóðlega skopmyndasýningin „Oddhvassir blýantar“, um kvenréttindi og málfrelsi, verður til sýnis á lýðræðishátíðinni Lýsu í ár, 6. og 7. september 2019 í Hofi Akureyri! Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.Sýningin Oddhvassir blýantar var gerð í kjölfar #MeToo byltingarinnar af frönsku samtökunum Le Crayon sem upphaflega voru stofnuð til að vernda og myndlýsa málfrelsi, í samstarfi við...
Read More
Stöndum með friði, frelsi og grænni framtíð á Austurvelli, miðvikudaginn 4. sept. kl. 17:30 Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands. Stefna hans og stjórnarinnar í Hvíta húsinu misbýður fjölmörgum Íslendingum. Fjöldi félagasamtaka hefur tekið höndum saman um að skipuleggja útifund sem verður vettvangur fólks til að tjá afstöðu sína til stefnu Trump-stjórnarinnar...
Read More
Velkomin á kynningarfund um Kynjaþing sem haldinn verður miðvikudaginn 11. september kl. 17 í samkomusal Samtakanna ’78 á Suðurgötu 3. Á fundinum sagt frá Kynjaþingi frjálsra félagasamtaka sem haldið verður í annað skipti laugardaginn 2. nóvember næstkomandi. Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir félagasamtök og almenning. Félögum, samtökum og hópum sem starfa að jafnréttismálum,...
Read More
Miðvikudaginn 19. júní fögnum við því að 104 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Ýmsir viðburðir eru skipulagðir í Reykjavík í tilefni dagsins. Blómsveigur á leiði Bríetar Kl. 11:00 leggur Reykjavíkurborg blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Suðurkirkjugarði um morguninn. Forseti borgarstjórnar heldur stutta tölu og leggur blómsveig á leiðið í minningu...
Read More
Velkomin á femíníska „Happy Hour“ miðvikudaginn 19. júní kl. 18, á Skúla Craft Bar, Aðalstræti 9. Kvenréttindafélag Íslands og Lady Brewery, eina íslenska bruggverksmiðjan í eigu kvenna bjóða ykkur í gleðistund til að fagna 104 afmæli kosningaréttar kvenna. Skúli Craft Bar býður ískalda First Lady á happy hour verði fram eftir kvöldi! Hlökkum til að...
Read More
Félög kvenna á Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin á hátíðarfund miðvikudaginn 19. júní kl. 17. Fundurinn er haldinn í samkomusal Hallveigarstaða að Túngötu 14. Gestur fundarins í ár er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, nýskipaður skrifstofustjóri jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu, fyrrverandi borgarstjóri og alþingismaður. Steinunn spjallar við gesti um jafnréttismál á Íslandi. Léttar kaffiveitingar eru í boði Hallveigarstaða. Fögnum...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands og Samtök um kvennaathvarf bjóða ykkur á sýningu heimildarmyndarinnar Crime After Crime í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur, laugardaginn 15. júní kl. 17. Í lok sýningar er Q&A með kvikmyndagerðamanninum Joshua Safran. Aðgangur ókeypis. Kvikmyndin fjallar um konur í Bandaríkjunum sem hafa verið fangelsaðar í kjölfar þess að hafa myrt menn sem beitt...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands boðar til aðalfundar mánudaginn 6. maí 2019 kl. 16:00. Fundurinn er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Ársskýrslu Kvenréttindafélagsins 2018 er að finna hér. Á fundinum verða lagðar fram tillögur til breytinga á lögum Kvenréttindafélags Íslands sem hægt er að lesa hér. Núgildandi lög Kvenréttindafélagsins er að finna á vefsíðu félagsins, hér....
Read More
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bjóða Kvenréttindafélag Íslands, ASÍ, BHM, BSRB, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja til hádegisverðarfundar 7. mars kl. 12-13. Yfirskrift fundarins er Þegar konur segja frá – #metoo og kraftur samstöðunnar. Tími: 7. mars kl. 12-13Staður: Grand hótel – Háteigur Dagskrá:„Hverjir breyta heiminum?“ Hildur Knútsdóttir, rithöfundur. „Mun...
Read More
Þér er boðið á viðburðinn Hennar rödd – pallborðsumræður með konum af erlendum uppruna, en viðburðurinn er haldinn í tilefni alþjóðlega kvennadagsins í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel, fimmtudaginn 7. mars kl. 17:00. Konur af erlendum uppruna er sívaxandi hópur á Íslandi vegna fjölda ástæðna. Þær skipa stóran sess í íslensku samfélagi og...
Read More
Français plus bas. Velkomin á opnun alþjóðlegrar skopmyndasýningar um kvenréttindi og málfrelsi í menningarsetrinu Sláturhúsinu, 8. mars kl. 17:00, í boði Kvenréttindafélags Íslands, sendiherra Frakklands á Íslandi, og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Léttar veitingar í boði og öll velkomin.Sýningin Oddhvassir blýantar var gerð í kjölfar #MeToo byltingarinnar af frönsku samtökunum Le Crayon sem upphaflega voru stofnuð til...
Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands tók þátt í pallborðsumræðum á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík 18. janúar 2019. Málþingið var á vegum HR og stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðisofbeldi. Fundarstjóri var Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðisofbeldi...
Read More
Français plus bas. Velkomin á opnun alþjóðlegrar skopmyndasýningar um kvenréttindi og málfrelsi í bókasafni Háskólans á Akureyri, 31. janúar kl. 16, í boði Kvenréttindafélags Íslands, sendiherra Frakklands á Íslandi, Jafnréttisstofu og Háskólans á Akureyri. Léttar veitingar í boði og öll velkomin. Sýningin Oddhvassir blýantar var gerð í kjölfar #MeToo byltingarinnar af frönsku samtökunum Le Crayon...
Read More
Velkomin á opnun alþjóðlegrar skopmyndasýningar um kvenréttindi og málfrelsi í Gerðubergi, 13. desember kl. 17, í boði Kvenréttindafélags Íslands og sendiherra Frakklands á Íslandi. Rauðvín og piparkökur í boði og öll velkomin. Sýningin Oddhvassir blýantar var gerð í kjölfar #MeToo byltingarinnar af frönsku samtökunum Le Crayon sem upphaflega voru stofnuð til að vernda og myndlýsa...
Read More
Í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna standa samræðuvettvangur um mannréttindi, þar á meðal Kvenréttindafélag Íslands, og stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi að hátíðarfundi í Veröld – húsi Vigdísar, mánudaginn 10. desember frá kl. 09:00–11:00. Mannréttindayfirlýsingin hefur verið og er enn mikilvægt tæki í baráttunni fyrir mannréttindum en hún er undirstaða helstu alþjóðasamninga um...
Read More
1 2 3 4 5