Category

Viðburðir
Kvennaheimilið Hallveigarstaðir fagnar 50 ára afmæli sínu! Velkomin á afmælishátíð Hallveigarstaða þann 19. júní 2017, kl. 16:00 Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður húsnefndar Hallveigarstaða ávarpar fundinn Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur kveðju Hallveigarstaðir afhenda gjöf til Veraldar – húss Vigdísar Finnbogadóttur Ragnheiður Gröndal syngur Kaffi, veitingar og kampavín í boði hússins!
Read More
Kvenréttindafélag Íslands boðar til aðalfundar miðvikudaginn 31. maí 2017 kl. 17:00. Fundurinn er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Ársskýrslu Kvenréttindafélagsins er að finna hér. Dagskrá fundar: Kosning fundarstjóra og fundarritara Lögð fram skýrsla stjórnar með kafla um störf nefnda og stjórna Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins Ákveðið félagsgjald, sbr. 7. gr Tillögur um...
Read More
Welcome to a side event at CSW61 organized by the Government of Iceland, in cooperation with the Action Group on Equal Pay and The Icelandic Women‘s Rights Association. 14 March, 13:15–14:30 PM Conference Room 2 – UN Headquarters Will Iceland manage to close the gender gap? A number of special measures in the labour market...
Read More
Velkomin á skáldakvöld á Hallveigarstöðum, miðvikudaginn 8. mars kl. 20. Skáldkonur sem heita Kristín lesa upp úr verkum sínum, bæði útgefnum og óútgefnum. Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Kristín Steinsdóttir koma fram. Kaffiborðið er drekkhlaðið, pönnukökur, ástarpungar, jólakökur, flatbrauð með hangikjöti og svo að sjálfsögðu kaffi og te er...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands er í hópi fjölda félaga kvenna og launafólks sem stendur á bak við fundinn KONUR GEGN AFTURFÖR sem haldinn er á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, 8. mars kl. 17 í Iðnó. Þemað í ár er hinn vaxandi þjóðernisfasismi og bakslag í réttindabaráttu kvenna og minnihlutahópa. Hvernig getur feminsminn verið andsvar...
Read More
Hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars 2017, kl. 11.45-13.00. Þátttakendur: Auður Magnúsdóttir, formaður Samtaka kvenna í vísindum Ágústa Sveinsdóttir, fulltrúi átaksins #kvennastarf Birna Björnsdóttir, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður Eva Björk Sigurjónsdóttir, fulltrúi Félags kvenna í karllægum iðngreinum Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglumaður Lára Rúnarsdóttir, formaður Félags kvenna í tónlist Brynhildur...
Read More
24. febrúar kl. 17-18:15 verður boðið til pallborðsumræðna um kynjabilið á hvíta tjaldinu, á kvikmyndahátíðinni Stockfish Film Festival. Tilefni umræðanna er sláandi kynjabil í framboði kvikmynda í íslenskum kvikmyndahúsum, eins og kemur fram í nýrri rannsókn sem Stockholms feministiska filmfestival vann í samstarfi við Kvenréttindafélagið og styrkt var af Norrænu ráðherranefndinni. Við borðið sitja Ása...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í dag! Kvenréttindafélagið var stofnað á miklum umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. Sunnudaginn 27. janúar 1907 komu saman nokkrar konur á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Þingholtsstræti í Reykjavík og stofnuðu félag til að „að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo...
Read More
Calling on people of all genders and nationalities to join our sisters in solidarity with the historic Women’s March on Washington. Saturday, January 21 at 2 p.m. Route: Arnarhóll to Austurvöllur. Speakers: Xárene Eskandar, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Hilmar Bjarni Hilmarsson, Guðrún Inga Ingólfsdóttir, Paul Fontaine, Randi W. Stebbins. THIS MARCH IS ALL INCLUSIVE. MISSION:...
Read More
Mánudaginn 3. október 2016 lögðu tugþúsundir kvenna í Póllandi niður störf til að mótmæla áætlunum ríkisstjórnarinnar að banna þungunarrof þar í landi. Mánudaginn 12. desember býður Félags- og mannvísindadeild HÍ og Transnational Iceland til fundar um aðgerðirnar, kl 15:00 á Háskólatorgi. Justyna Grosel og Marta Niebieszczańska segja frá þessum mótmælum, sem meðal annars litu til...
Read More
Velkomin á jólafund Kvenréttindafélagsins og Kvennasögusafnsins fimmtudaginn 8. desember kl. 20 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Vigdís Grímsdóttir les úr ævisögunni Elsku Drauma mín, Þórdís Gísladóttir les upp úr ljóðabókinni Óvissustig og Þórey Mjallhvít les upp úr teiknimyndabókinni Ormhildarsaga. Einnig kemur fram hljómsveitin RuGl sem tekur nokkur lög. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélagsins og Rakel Adolphsdóttir...
Read More
Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýra fundi. Kynslóðir kvenna ávarpa fundinn, Guðrún Ágústsdóttir einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM, Una Torfadóttir ungur femínisti og Justyna...
Read More
Hvað á að standa á ÞÍNU kröfuspjaldi þann 24. október, 2016 þegar við hittumst allar á Austurvelli og leggjum áherslu á KJARAJAFNRÉTTI STRAX? Komdu í góðan hóp og gerðu þitt spjald klárt. Við hittumst á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum kl. 12 sunnudaginn 23. október og skemmtum okkur við að setja kröfurnar okkar í orð og myndir. Áfram...
Read More
Kjarajafnrétti strax! Göngum út mánudaginn 24. október kl. 14:38 Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur...
Read More
Hvað á að standa á ÞÍNU kröfuspjaldi þann 24. október, 2016 þegar við hittumst allar á Austurvelli og leggjum áherslu á KJARAJAFNRÉTTI STRAX? Komdu í góðan hóp og gerðu þitt spjald klárt. Við hittumst á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum kl. 14 sunnudaginn 16. október og skemmtum okkur við að setja kröfurnar okkar í orð og myndir. Áfram...
Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Ásta Jóhannsdóttir segja frá rannsókn Kvenréttindafélagsins um leit að réttlæti í kjölfar stafræns ofbeldis á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar á Bryggjunni kl. 15 laugardaginn 15. október. Þær spjalla við dönsku baráttukonuna Emmu Holten, Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur upphafskonu Free the nipple, og skipuleggjendur Druslugöngunnar. Rannsóknin er styrkt af NIKK og Jafnréttissjóði.
Read More
Jafnréttisdagar eru nú haldnir áttunda árið í röð í Háskóla Íslands. Að þessu sinni hefst dagskráin mánudaginn 10. október og lýkur föstudaginn 21. október. Í tilefni daganna hefur Kvenréttindafélag Íslands lánað Háskólanum sýninguna Veggir úr sögu kvenna þar sem sagt er frá jafnréttisbaráttu kvenna síðustu hundrað árin.
Read More
200 manns mættu á Austurvöll 3. október 2016 og mótmæltu áformum pólskra yfirvalda að banna þungunarrof þar í landi. Konur út um allan heim stóðu fyrir mótmælafundum þennan dag, og í Póllandi lögðu tugþúsundir kvenna niður vinnu og söfnuðust saman í borgum og bæjum. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, ávarpaði fundinn á Austurvelli og...
Read More
Þúsundir / tugþúsundir kvenna mótmæla í Póllandi áætlunum stjórnvalda að banna þungunarrof. Samstöðumótmæli í dag kl. 17:30 á Austurvelli. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins er ein þeirra sem ávarpar fundinn. Mætum öll og mótmælum. Stöndum með pólskum systrum okkar!  
Read More
Fimmtudaginn 8. september hélt Kvenréttindafélag Íslands fund um konur í pólitík í samstarfi við kvennahreyfingar stjórnmálaflokkanna sem nú sitja á þingi. Á fundinum talaði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir tæpitungulaust um konur og pólitík og fulltrúar allra flokka á Alþingi og Viðreisn ávörpuðu fundinn. Fundurinn var tekinn upp og er nú kominn á netið, á Youtube rás...
Read More
Konur á Alþingi hafa brotið glerþakið og eru í dag 46% þingmanna. Kynjahlutfallið hefur aldrei verið jafnara. Meirihluti þeirra flokka sem nú bjóða fram lista í alþingiskosningum tryggja að kynjahlutfallið sé sem jafnast, en ekki allir. Hver er reynsla kvenna af starfi á Alþingi? Hver er reynsla kvenna í stjórnmálum og á opinberum vettvangi? Skiptir...
Read More
Velkomin á pallborðsumræður Kvenréttindafélags Íslands um kynjafræði í grunn- og framhaldsskólum, á Fundi fólksins 3. september kl. 16. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla, Steinunn Ólína Hafliðadóttir nýstúdent og Þórður Kristinsson kennari í Kvennaskólanum í Reykjavík spjalla saman um femínisma í skólum. Harpa Rut Hilmarsdóttir stýrir umræðum. Sjáumst hress á Fundi fólksins!
Read More
Velkomin í femínískar umræður, ljóðalestur og vöfflur, á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, kl. 14-16 á menningarnótt. Femínistar standa í ströngu við að baka vöfflur fyrir gesti og gangandi, hægt verður að fletta upp í lifandi bókasafni og leita svörum við öllum þeim spurningum um femínisma sem ykkur hafa brunnið á brjósti, og Elísabet Jökulsdóttir stígur á...
Read More
Til hamingju með 19. júní! Í dag fögnum við því að 101 ár er liðið frá því að konur fengu kosningarétt. Fjölbreytt dagskrá er út um land allt til að minnast afmælisins. Viljum við sérstaklega bjóða ykkur velkomin á hátíðarfund á Hallveigastöðum kl. 15. Í ár er fundurinn helgaður forsetakosningum og eru gestir fundarins konur...
Read More
Félög kvenna á Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin á hátíðarfund sunnudaginn 19. júní kl. 15. Fundurinn er haldinn í samkomusal Hallveigarstaða að Túngötu 14. Í ár er fundurinn helgaður forsetakosningum og eru gestir fundarins konur í framboði til embættis forseta Íslands: Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir og Hildur Þórðardóttir. Glæsilegar kaffiveitingar eru í boði...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands boðar til aðalfundar mánudaginn 2. maí 2016 kl. 16:30. Fundurinn er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Á fundinum verður lögð fram eftirfarandi tillaga til breytinga á lögum Kvenréttindafélags Íslands: 2. grein. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins. Félagið vinnur samkvæmt...
Read More
Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó þann þriðjudaginn 8. mars, kl. 17-18. Fundurinn ber yfirskriftina Konur í stéttastríði. Til máls taka Sólveig Anna Jónsdóttir, Christina Milcher og Jónína Björg Magnúsdóttir. Guðrún Hannesdóttir les upp ljóð og Ásdís María Viðarsdóttir tekur lagið og stýrir fjöldasöng. Fundarstjóri er...
Read More
Mætum öll í Háskólabíó þriðjudaginn 29. desember og skálum fyrir árinu sem var að líða og nýju ári. Femínistafélag Háskóla Íslands og Kvenréttindafélag Íslands standa að sérstakri hátíðarsýningu á kvikmyndinni Suffragette. Suffragette segir frá baráttu fyrstu femínistanna, kvenna sem undir lok 19. aldar og við upphaf hinnar tuttugustu, háðu baráttu við stjórnvöld til að ná...
Read More
Velkomin á fund með dr. Amal A. Jadou frá Betlehem um stöðu kvenna í Palestínu, í Iðnó fimmtudaginn 17. desember kl. 17:30. Á fundinum fjallar Amal meðal annars um ástandið á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem, um áherslumál Palestínu á alþjóðavettvangi og stöðu kvenna og jafnréttismál heima fyrir. Amal Jadou er doktor  í sáttamiðlun frá lagadeild Harvard háskólans...
Read More
Hjartanlega velkomin á árlegan jólafund Kvenréttindafélags Íslands og Kvennasögusafns Íslands, í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 5. desember kl. 13-15. Í ár verður jólafundurinn með öðru sniði en vanalega og dagskrá veglegri. Í ár fagnar Kvennasögusafnið 40 ára afmæli sínu, en safnið var stofnað af Önnu Sigurðardóttur sem var öflug í starfi Kvenréttindafélagsins til margra ára. Á 7....
Read More
Klukkan 14 næsta sunnudag, þann 29. nóvember, göngum við Loftslagsgönguna í Reykjavík. Gangan er hluti af alþjóðlegri hreyfingu, Global Climate March, og ein af ríflega 1.500 göngum sem gengnar verða víða um heim sama dag*. Markmiðið er að krefja þau ríki sem sækja 21. þing aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem hefst í París degi síðar,...
Read More
Núna á laugardaginn fögnum við því að 40 ár eru liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og gengu fylktu liði niður Laugarveginn til að mótmæla kynbundnum launamun. Að þessu tilefni langar okkur í Kvenréttindafélaginu að bjóða ykkur (og femínistum öllum) til ærlegrar veislu, að Hallveigarstöðum, laugardaginn 24. október milli kl. 20 og...
Read More
Velkomin á samnorrænt málþing Kvenréttindafélags Íslands og Jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands um kynjafræðikennslu í framhaldsskólum, á Hallveigarstöðum, miðvikudaginn 21. október kl. 15–17. Rætt verður um kynjafræðikennslu á framhaldsskólastigi, áskoranir og tækifæri, kennsluefni, kennsluaðferðir og framtíðarsýn. Athugið, málþingið og umræður fara fram á ensku. Kaffi og kökur í boði. Aðgangur ókeypis. 15:00 Opnunarorð 15:10 Þórður Kristinsson, Kvennaskólinn...
Read More
Núna 24. október fögnum við því að 40 ár eru liðin frá því að konur lögðu niður vinnu hér á Íslandi og kröfðust þess að þær fengi sömu laun fyrir sömu vinnu. Við höfum náð langt á þessum fjörutíu árum, en kynjamisrétti viðgengst enn hér á landi. Konur eru enn aðeins 13% lögregluþjóna, 11% hæstaréttadómara...
Read More
Sunnudaginn 27. september nk. verður á Blönduósi afhjúpaður stöpull til minningar um Sigurð Jónasson (1863-1887) frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal og bókmenntaafrek hans, en hann íslenskaði á unga aldri bókina „Kúgun kvenna“ eftir enska heimspekinginn John Stuart Mill. Sjá nánar um Sigurð Jónasson í grein Þórs Jakobssonar sem birtist í 19. júní 1999. Athöfnin verður kl....
Read More
Í ár fögnum við því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Að því tilefni býður Kvenréttindafélagið ykkur velkomin á Hallveigarstaði, Túngötu 14, kl. 14-17 á menningarnótt. Sýning um sögu kvennabaráttunnar á Íslandi á íslensku og ensku, kaffi, vöfflur og spjall. Gestir geta einnig keypt gömul eintök af 19. júní og Veröld sem...
Read More
Velkomin á opnun farandsýningar Kvenréttindfélags Íslands í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt laugardaginn 4. júlí, klukkan 13:0. Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar flytur ávarp Erla Dóra Vogler og Torvald Gjerde flytja tónlist Léttar veitingar Opið alla daga í júlí kl. 13:00-17:00 Allir velkomnir
Read More
Sunnudaginn 28. júní 2015 verður því fagnað í miðbæ Reykjavíkur að liðin eru 35 ár síðan þjóðin valdi Vigdísi Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur annast skipulag hátíðarhaldanna í samstarfi við Alþingi, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins, framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, Þórshöfn í Færeyjum, Kvenréttindafélag Íslands, skógræktar-...
Read More
Félög kvenna að Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin í hátíðardagskrá föstudaginn 19. júní næstkomandi, þar sem við fögnum því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Þema dagskrárinnar er: „Félög kvenna fyrr og nú“. Húsið opnar kl. 13.30. Boðið verður upp á súpu og brauð. Dagskráin hefst svo stundvíslega kl. 14.00. Dagskrá:...
Read More
Mitsuko Shino, the Japanese ambassador to Iceland, will give a lecture on the status of women and feminism in Japan, at Hallveigarstaðir, Túngata 14, on Friday the May 22nd, at 12 p.m. The lecture will be in English, and Ambassador Shino will answer questions from the audience at the end of her talk. The Icelandic Women’s Rights...
Read More
Miðvikudaginn 29. apríl kl. 16:30 – 18:30 verður haldinn fundur á Hallveigarstöðum til að minnast Sigurðar Jónassonar, þýðanda Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill, og til að safna fyrir minnisvarða um þennan unga mann sem lést langt fyrir aldur fram. *** Sigurður Jónasson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal íslenskaði bókina „On the Subjection of Women“ eftir enska...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands boðar til aðal- og landsfundar þriðjudaginn 28. apríl 2015 kl. 16:00. Fundurinn er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Á fundinum verða lagðar fram tillögur til breytinga á lögum Kvenréttindafélags Íslands, sem er hægt að lesa hér. Núgildandi lög Kvenréttindafélagsins er að finna á vefsíðu félagsins, hér. Dagskrá fundar: Kosning fundarstjóra og...
Read More
Velkomin í kaffi og spjall um alþjóðafemínisma, á Hallveigarstöðum mánudaginn 13. apríl næstkomandi kl. 13:30-14:30. Gestur fundarins er Jill Sheffield, forseti alþjóðasamtakanna Women Deliver: Invest in Girls and Women — It Pays. Women Deliver standa að alþjóðlegri ráðstefnu um femínisma og kvenréttindi í Kaupmannahöfn 16.-19. maí 2016 í Kaupmannahöfn. Búist er við 6000 gestum á ráðstefnunni...
Read More
Velkomin á opnun sýningarinnar „Veggir úr sögu kvenna“ í Safnahúsinu á Ísafirði mánudaginn 9. mars kl. 17. Þessi farandsýning Kvenréttindafélagsins sýnir svipmyndir úr kvennabaráttu síðustu 100 árin og hefur verið á flakki á þessi ári. Hún kemur frá Norska húsinu í Stykkishólmi en hóf för sína í Snorrastofu í Reykholti og mun síðan fara á...
Read More
Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó þann 8. mars næstkomandi eins og undanfarin ár. Fundurinn ber yfirskriftina Femínismi gegn fasisma. Við munum leita svara við þeirri krefjandi spurningu hvort stjórnmálaþátttaka kvenna eða hugmyndafræði femínismans geti veitt svör eða andspyrnu við vaxandi fylgi hægriöfgaflokka innan Evrópu. Fundurinn...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands ásamt öðrum íslenskum kvennasamtökum standa á bak við málþingi á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York þriðjudaginn 10. mars næstkomandi. Cool Feminism: Exploring Ideas from the North kynnir femínískan aktívisma hér á landi, og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að kenna femínisma og kynjafræði á öllum skólastigum, sérstaklega á þeim yngri....
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fer hringinn í kringum landið árið 2015 til að fagna því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Farandsýningin Veggir úr sögu kvenna sýnir svipmyndir úr 100 ára sögu kvennabaráttunnar. Förin hófst í Borgarfirði í janúar 2015 og endar í Reykjavík í desember. Nú erum við stödd í Norska...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands leggur land undir fót árið 2015. Farandsýning um sögu kvennabaráttunnar á Íslandi fer hringinn í kringum landið, og er fyrsti áningastaður Borgarfjörður, í Snorrastofu í Reykholti. Í tilefni af opnun sýningarinnar verður haldin kvölddagskrá í Bókhlöðu Snorrastofu þriðjudaginn 20. janúar kl. 20:30. Aðgangur er 500 krónur, og í boði eru kaffiveitingar. Dagskrá: Aðalheiður...
Read More
Mánudaginn 8. desember 2014 taka Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins þátt í pallborði í Ljúbljana, höfuðborg Slóveníu, þar sem þær ræða stjórnmálaþátttöku kvenna og leiðir sem farnar hafa verið hér á landi til að styrkja hana. Með þeim í pallborðinu sitja Katarina Kresal fyrrum innanríkisráðherra Slóveníu, Mojca Kleva-Kekuš fyrrum...
Read More
Hinn árlegi jólafundur Kvenréttindafélags Íslands og Kvennasögusafns Íslands verður haldinn í Þjóðarbókhlöðunni, fimmtudaginn 4. desember kl. 17 – 18:30. Steinar Bragi mætir og les upp úr skáldsögu sinni Kötu, Kristín Steinsdóttir les upp úr skáldsögunni Vonarlandið og Björk Þorgrímsdóttir og Valgerður Þóroddsdóttir lesa upp úr Konur á ystu nöf og fleiri meðgönguljóðum. Tökum forskot á...
Read More
1 2 3 4