Femínistahitt marsmánaðar

Femínistafélag Íslands stendur fyrir fundi með fulltrúum framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar á Hallveigarstöðum við Túngötu, þriðjudaginn 3. mars nk. kl. 20:00.

Nýtt lýðveldi, alvöru lýðræði, nýir tímar, endurreisn, uppbygging! Frambjóðendur í komandi kosningum hafa verið stórorðir um þau verkefni sem bíða þeirra að alþingiskosningum loknum. Femínistafélagið spyr: Hafa frambjóðendur hugað að femínisma við gerð aðgerðaáætlana sinna?

Í upphafi fundar mun hver fulltrúi fá 5 mínútur til að svara spurningunni: Hvaða aðgerðum í þágu kynjajafnréttis munt þú beita þér þér fyrir náir þú eða þinn flokkur kjöri?

Fulltrúar verða: Atli Gíslason fyrir Vinstri Græn, Birgitta Jónsdóttir fyrir Borgarahreyfinguna, Erla Ósk Ásgeirsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Eygló Harðardóttir fyrir Framsóknarflokkinn, Kolbrún Stefánsdóttir fyrir Frjálslynda flokkinn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrir Samfylkinguna og L-listinn mun senda fulltrúa en ekki er ákveðið hver það verður.

Að loknum örstuttum framsögum verður opnað fyrir spurningar og vangaveltur úr sal.

Fundarstýra verður Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur.