Femínistafélag Íslands stendur fyrir fundi með fulltrúum framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar á Hallveigarstöðum við Túngötu, þriðjudaginn 3. mars nk. kl. 20:00.

Nýtt lýðveldi, alvöru lýðræði, nýir tímar, endurreisn, uppbygging! Frambjóðendur í komandi kosningum hafa verið stórorðir um þau verkefni sem bíða þeirra að alþingiskosningum loknum. Femínistafélagið spyr: Hafa frambjóðendur hugað að femínisma við gerð aðgerðaáætlana sinna?

Í upphafi fundar mun hver fulltrúi fá 5 mínútur til að svara spurningunni: Hvaða aðgerðum í þágu kynjajafnréttis munt þú beita þér þér fyrir náir þú eða þinn flokkur kjöri?

Fulltrúar verða: Atli Gíslason fyrir Vinstri Græn, Birgitta Jónsdóttir fyrir Borgarahreyfinguna, Erla Ósk Ásgeirsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Eygló Harðardóttir fyrir Framsóknarflokkinn, Kolbrún Stefánsdóttir fyrir Frjálslynda flokkinn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrir Samfylkinguna og L-listinn mun senda fulltrúa en ekki er ákveðið hver það verður.

Að loknum örstuttum framsögum verður opnað fyrir spurningar og vangaveltur úr sal.

Fundarstýra verður Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur.

Aðrar fréttir