Femínistafélag Íslands stendur fyrir pöbbaspurn (pub-quiz) þriðjudaginn2. september nk. á efri hæð Sólon kl. 20. Eins og venjan er á slíkum kvöldum verða spurningarnar við allra hæfi, tilboð á barnum og blýantar á staðnum. 1-2 saman í liði.

Oft hefur heyrst sú gagnrýni að skortur á stelpum og konum í spurningakeppnum sé vegna þess hve karlmiðaðar spurningarnar eru. Femínistar lofa því kvenlægum spurningum, m.a. með áherslu á blöðrubólgu og hannyrðir, fimleika og getnaðarvarnir.

Aðrar fréttir