Síðustu misseri hafa frásagnir af ofbeldi og áreitni gegn konum á vinnumarkaði og í félagsstarfi afhjúpað rótgróið kynjamisrétti. Umfangsmikil rannsókn á áfallasögu kvenna sem enn stendur yfir sýnir að fjórðungi kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til að nauðga þeim, hærra hlutfall en hefur sést í öðrum rannsóknum innlendum og erlendum. Rannsóknin sýnir enn fremur að um 20 prósent kvennanna höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og helmingur orðið fyrir kynferðislegri áreitni.
Kvenréttindafélag Íslands, Samtök um kvennaathvarf og femínísk fjármál héldu fund með fulltrúum stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis 2021, þar sem þau voru spurð hvaða aðgerðir flokkar þeirra ætluðu að standa fyrir til að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni og til að uppræta ofbeldi í nánum samböndum.
Smellið hér til að sjá upptöku af fundinum og skrifleg svör flokkana um hvaða aðgerðir þau standa fyrir til að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi.
Út um allan heim er gerð aðför að lýðræði og mannréttindum. Hér á Íslandi er enn ekki búið að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun og ekki hefur enn verið samþykkt löggjöf til að tryggja jafna meðferð fólks óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Í fyrra var í fyrsta skipti bætt í kynjajafnréttislög að vinna beri gegn fjölþættri mismunun.
Kvenréttindafélag Íslands, Samtök um kvennaathvarf og femínísk fjármál héldu fund með fulltrúum stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis 2021, þar sem þau voru spurð hvaða aðgerðir flokkar þeirra ætluðu að standa fyrir til að uppræta fjölþætta mismunun og tryggja jafna stöðu fólks óháð kyni, fötlun, uppruna, litarhætti, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum, aldri, búsetu og lífsskoðun.
Smellið hér til að sjá upptöku af fundinum og skrifleg svör flokkana um hvaða aðgerðir þau standa fyrir til að uppræta fjölþætta mismunun, útilokun og jaðarsetningu.
Teikn eru á lofti um niðurskurð á næstu árum og aðhaldskrafa hefur verið sett á mörg svið félags-, velferðar- og heilbrigðisþjónustu, þar sem konur starfa í meirihluta. Á þessum sömu sviðum opinberrar þjónustu hefur álag og áhætta aukist gífurlega, m.a. vegna Covid-19, og starfsfólki í láglaunastörfum hefur ekki verið umbunað í samræmi við það. Þörfin fyrir þjónustu verður áfram til staðar og mun við niðurskurð óhjákvæmilega færast inn á heimilin og langoftast í fang kvenna. Niðurskurður hefur þar með gífurleg áhrif á kynjajafnrétti.
Kvenréttindafélag Íslands, Samtök um kvennaathvarf og femínísk fjármál héldu fund með fulltrúum stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis 2021, þar sem þau voru spurð hvaða aðgerðir flokkar þeirra ætluðu að standa fyrir til að jafna kjör, ábyrgð og álag á vinnumarkaði.
Smellið hér til að sjá upptöku af fundinum og skrifleg svör flokkana um hvaða aðgerðir þau standa fyrir til að leiðrétta kynjað kjaramisrétti, bæta aðstæður kvennastétta og leiðrétta ójafna umönnunarábyrgð.