Vikuna 3. – 8. mars mun UNIFEM á Íslandi standa fyrir FIÐRILDAVIKU þar sem vakin er athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum.

Af því tilefni efna BAS og UNIFEM til FIÐRILDAGÖNGU  miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00.  Gengið verður frá  húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll. Fyrir göngunni fara 12 þjóðþekktir einstaklingar með kyndla og við verðum  í góðum takti með kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur. Göngunni lýkur svo með uppákomu á Austurvelli.

 

Aðrar fréttir