Helga Guðjónsdóttir var á dögunum kosin formaður UMFÍ. Í 100 ára sögu félagsins er þetta í fyrsta skiptið sem kona gegnir þessari stöðu, en Helga gegndi stöðu varaformanns í sex ár áður en hún tók við formennskunni. Að þessu tilefni færðu fulltrúar Kvenréttindafélags Íslands Helgu blómvönd á framkvæmdastjórnarfundi UMFÍ 19. nóvember, í viðurkenningarskyni.