
 Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW, eða International Alliance of Women, frá stofnun okkar 1907.
Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW, eða International Alliance of Women, frá stofnun okkar 1907.
Í fjórða fréttabréfi ársins 2015 kennir ýmissa grasa.
Sagt er frá alþjóðafundi samtakanna sem verður haldinn í París á þessu ári. Til stóð að hann væri haldinn í Kuwait, en á seinustu stundu var fallið frá þeirri áætlun, þar sem aðildafélag IAW, Union of Kuwaiti Women, taldi sig ekki geta tryggt öryggi fundargesta.
Í fréttabréfinu birtast skýrslur frá fulltrúum IAW í New York, Evrópuráðinu og EWL – European Women’s Lobby. Þar er einnig að finna upplýsingar um nýlegar breytingar á herskyldu í Noregi, en konur eru þar nú einnig kvaddar í herinn, og eru skiptar skoðanir femínista um þá breytingu. Einnig er hægt að finna hér krækjur í femínískar ályktanir um staðgöngumæðrun, og sagt frá AWID – Women’s Rights og andmælum þeirra við ákvörðunum sem nýlega hafa teknar í Sameinuðu þjóðunum til að „vernda fjölskylduna“.

 
			 
			