Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW (International Alliance of Women) frá stofnun okkar 1907.
Í fimmta fréttabréfi ársins er prentuð minningargrein um Alice Yotopoulos Marangopoulo, 10. forseta IAW (1989-1996), sem lést 101 árs að aldri í Grikklandi. Einnig eru gefnar nánari upplýsingar um stjórnarfund IAW sem haldinn verður í október á þessu ári, kynnir nýtt aðildafélag í Uganda og birtir m.a. skýrslu um verkefni IAW „Water and Pads“ til að auka aðgengi að hreinu vatni, salernum og túrvörum.