Fulltrúar Kvenréttindafélagsins með erindi á Evrópuráðstefnu BPW

Evr­ópuráðstefna kvenna­sam­tak­anna BPW (Europe­an Bus­iness and Professi­onal Women), verður haldin helg­ina 27.-29. maí nk. Ráðstefn­an er hald­in á þriggja ára fresti og verður nú í annað sinn hér­lend­is, en 1997 mættu um 400 kon­ur víðs veg­ar að úr heim­in­um.  Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavík Nordica undir slagorðinu „Jafnrétti“ og er skráning á ráðstefnuna enn opin.

Rut Einarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands heldur vinnusmiðju á „Young BPW Symposium“ laugardaginn 28. maí, þar sem hún fer yfir sögu, markmið og verkefni Kvenréttindafélagsins, ásamt því að fara yfir stöðu jafnréttis á Íslandi.

Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélagsins fer með erindi á pallborði um framtíð jafnréttis sunnudaginn 29. maí, þar sem hún mun ræða mikilvægi þess að allir fái sæti við borðið og Joanna Marcinkowska, stjórnarkona Kvenréttindafélagsins verður með erindi á pallborði um jafnrétti í framkvæmd, þar sem hún talar um valdeflinu kvenna, frá Póllandi til Íslands.

Sam­tök­in BPW voru stofnuð í Banda­ríkj­un­um 1919 til að koma á tengslaneti kvenna á vinnu­markaði og skapa sam­stöðu þeirra á milli. Alþjóðasam­tök­in IF­BPW (In­ternati­onal Federati­on of Bus­iness and Professi­onal Women) voru stofnuð 1930 og ná nú til tæp­lega 100 ríkja í fimm heims­álf­um. Þau vinna að mörg­um heims­mark­miðum SÞ og hafa auk þess verið í sam­starfi við UN Women. „Jafn­rétti kynj­anna, mennt­un fyr­ir alla og jöfnuður al­mennt hafa verið aðal­mark­mið sam­tak­anna í ára­tugi ásamt því að styrkja kon­ur til starfa og hvetja þær til frum­kvæðis og for­ystu,“ sagði Jó­hanna Krist­ín Tóm­as­dótt­ir, for­seti BPW klúbbs­ins í Reykja­vík í viðtali við mbl. Hún bend­ir jafn­framt á að sam­tök­in hafi víða unnið að heilsu­efl­ingu síðan kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á.