Laufey Vilhjálmsdóttir (1879–1960) barðist fyrir frelsi kvenna, menntun kvenna og fullveldi íslensku þjóðarinnar.

Hún bar Hvítbláin, íslenska fánann sem aldrei varð, í baráttugöngu 17. júní 1907. Sagði hún að konur „gætu eins verið merkisberar eins og karlar“. Ári seinna gekk hún á Esjuna og reisti Hvítbláin á tind fjallsins.

Lesa meira:

  • „Laufey Vilhjálmsdóttir“. Jóhanna Karitas Traustadóttir og Sigríður Amanda Ólafsdóttir.
  • „Laufey Vilhjálmsdóttir“ í 19. júní, 1960. Sigríður J. Magnússon.
  • „Brostnir hlekkir“ í 19. júní, 1955. Sigríður Björnsdóttir og Svafa Þórleifsdóttir.
  • „Menntun er afl: Laufey Vilhjálmsdóttir“ í Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, 3. bindi. Björg Einarsdóttir. Bókrún, 1986.
  • „Laufey Vilhjálmsdóttir“ í Konur segja frá. Sigríður J. Magnússon. 1963.