Skúli Thoroddsen (1859–1916) barðist fyrir fullveldi íslensku þjóðarinnar og kvenréttindum.

Hann lagðist einn gegn uppkasti að sambandslögum Íslands og Danmerkur 1908, sagðist ekki myndi styðja þau nema í þeim væri skýrt „að Ísland sé fullveðja ríki, ráði að fullu öllum sínum málefnum og njóti í alla staði jafnréttis við Danmörku“.

Lesa meira:

  • „Skúli Thoroddsen ritstjóri og alþingismaður“ í Andvara, 1920. Sigurður Lýðsson.
  • Skúli Thoroddsen. Æviágrip þingmanna frá 1845, á vef Alþingis.
  • Skúli Thoroddsen. Jón Guðnason. Heimskringla, 1968–1974.
  • „Skúli Thoroddsen – Ævi og störf“ í Ársriti Sögufélags Ísfirðinga, 2009. Jón Þ. Þór.
  • Upp með fánann! Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Gunnar Þór Bjarnason. Mál og menning, 2012.