Þriðjudaginn 11. mars kl. 20.00 heldur Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur stutt erindi um þunglyndi kvenna í húsakynnum SÖLKU í Skipholti 50 c, jarðhæð. Erindið er það fyrsta í fyrirlestraröð Sölku þar sem verður unnið með efni ýmissa bóka útgáfunnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Fyrirlesturinn tengist dagatalsbókinni Konur eiga orðið þar sem eru stórskemmtilegar hugleiðingar eftir konur héðan og þaðan úr þjóðfélaginu. Hluti af ágóða af sölu bókarinnar rann til rannsókna á þunglyndi kvenna en Salbjörg er verkefnastjóri Þjóðar gegn þunglyndi og samstarfsaðili SÖLKU í þessu verkefni.

Aðrar fréttir