Á síðasta ári skrifuðu Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA), Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins (SA) undir samstarfssamning um að þessir aðilar myndu hvetja til og leggja áherslu á að fjölga konum í forystusveit í íslensku viðskiptalífi. Samkvæmt nýrri könnun sem Credit info birti nýlega hefur þeim fyrirtækjum á landinu þar sem bæði sitja konur og karlar í stjórn hinsvegar fækkað á milli áranna 2008 og 2009, úr 15% í 14%.
Það er því ljóst að ekki er viljinn einn og sér nægjanlegur til breytinga á þessu sviði og þau lög sem samþykkt voru á Alþingi í mars sl. og kveða á um að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en þrjá stjórnarmenn, skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40% í lok árs 2013, eru alls ekki úr lausu lofti gripin.