100 ára afmælishátíð Kvenréttindafélags Íslands var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur á afmælisdaginn 27. janúar s.l. Var það samróma álit manna að hátíðin hefði heppnast einstaklega vel og verið hin glæsilegasta.

 

Kvenréttindafélag Íslands vill færa öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarinnar og ekki síst þeim sem komu fram á hátíðinni, kærar þakkir.


Síðast en ekki síst fá styrktaraðilar þakkir fyrir stuðninginn. Þeir voru: Forsætisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið Sjávarútvegsráðuneytið, Fjármálaráðuneytið, Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Samgönguráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið og Reykjavíkurborg.

Aðrar fréttir