Edda Jónsdóttir, sérfræðingur í mannréttindum heldur erindi um Íslenskar konur og alþjóðastofnanir á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 17. apríl kl. 12:00 í Háskólabíói, sal 4 – kjallari.
Edda byggir erindið á lokaritgerð sinni um þátttöku Íslands í mannréttindatengdu starfi á vegum Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Í erindinu mun Edda fjalla um þátttöku íslenskra kvenna og áherslur á jafnréttismál hjá þessum stofnunum á tímabilinu 1995-2006. Einnig mun hún fjalla stuttlega um íslenskar konur í friðargæslu.