Kvenréttindafélag Íslands eru sérstakir samstarfsaðilar Heimsþings kvenleiðtoga sem haldið verður á Íslandi árlega næstu fjögur árin.

Heimsþingið er haldið af Women Political Leaders, Global Forum, í sérstöku samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands. Ákvörðun að halda þetta þing árlega næstu árin er tekin í framhaldi af fjölmennum ársfundi WPL sem haldinn var á Íslandi á síðasta ári og þeim mikla áhuga sem þar kom fram á stöðu Íslands og árangri þegar kemur að jafnrétti kynjanna.

Ísland hefur í níu ár mælst fremst meðal þjóða heims þegar kemur að stöðu kvenna og þegar við bætist vilji Íslands til gera enn betur og miðla af eigin reynslu til annarra þjóða, varð niðurstaðan sú að Ísland væri staður til að efna til alþjóðlegs samtals kvenleiðtoga um jafnrétti, breytingar og framtíðina.

Heimsþing kvenleiðtoga verður haldið í Hörpu í Reykjavík árlega í nóvember frá árinu 2018 til ársins 2021. Til heimsþingsins verður boðið alþjóðlegum kvenleiðtogum úr stjórnmálum; ríkisstjórnum og þjóðþingum sem eiga aðild að WPL; auk alþjóðlegra kvenleiðtoga úr viðskiptum, menningu, vísindum, tækni o.fl.

Yfirskrift heimsþinganna fjögurra verður WE CAN DO IT sem vísar til þess hvernig hægt er að ná fram breytingum og stuðla að betri heimi með því að tryggja aðkomu bæði kvenna og karla að ákvarðanatöku, stefnumótun og forystu.

Auk WPL Women Political Leaders, Global Forum og íslenskra stjórnvalda eru sérstakir
bakhjarlar Heimsþings kvenleiðtoga: Icelandair, Íslandsbanki, Landsvirkjun, Eimskip, HB Grandi, Marel, Valitor, Alcoa, Efla, Deloitte og Capacent. Sérstakir samstarfsaðilar eru einnig: Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík; UN Women á Íslandi og Kvenréttindafélag Íslands