Samstarfshópurinn Allar heimsins konur stendur fyrir hugmyndamarkaði þar sem kynnt verður sú þjónusta og verkefni sem verið er að vinna til að auðvelda aðgang kvenna af erlendum uppruna og fjölskyldum þeirra að íslensku samfélagi.  Markaðurinn verður haldinn í sal Leik- og menntasviðs Reykjavíkurborgar við Fríkirkjuveg 1 – gamla Miðbæjarskólanum, föstudaginn 6. mars kl. 13:00-16:00.

Fjölmargar stofnanir og samtök kynna þjónustu sína og verkefni auk þess sem örkynningar verða haldnar frá 13:30 til 15:00. Allir velkomnir.

 

Aðrar fréttir