+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is
+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Hvað er svona merkilegt við það? Kynjabilið á hvíta tjaldinu

24. febrúar kl. 17-18:15 verður boðið til pallborðsumræðna um kynjabilið á hvíta tjaldinu, á kvikmyndahátíðinni Stockfish Film Festival.

Tilefni umræðanna er sláandi kynjabil í framboði kvikmynda í íslenskum kvikmyndahúsum, eins og kemur fram í nýrri rannsókn sem Stockholms feministiska filmfestival vann í samstarfi við Kvenréttindafélagið og styrkt var af Norrænu ráðherranefndinni.

Við borðið sitja Ása Baldursdóttir dagskrár- og kynningarstjóri Bíó Paradísar, Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi, Guðrún Helga Jónasdóttir innkaupastjóri erlends efnis á RÚV, Hlín Jóhannesdóttir kvikmyndaframleiðandi, Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda, Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Þorsteinn Víglundsson jafnréttisráðherra. Brynhildur Björnsdóttir stýrir umræðum og Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands segir nokkur orð.

Spjallið er skipulagt af Kvenréttindafélagi Íslands, WIFT á Íslandi og Stockholms feministiska filmfestival ásamt Stockfish Film Festival.

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.