Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2022, sem fór fram þann 4. maí, hvetur íslensk stjórnvöld að sýna femíníska og pólitíska forystu á alþjóðavettvangi með því að:
- Hafa kvenréttindi ávallt í forgangi í stefnumótun og starfi ríkisstjórnarinnar og utanríkisráðuneytisins og í þróunarsamvinnu.
- Tala fyrir kvenréttindum, kynfrelsi og kyn- og frjósemisheilbrigði og frjósemisréttindum við hvert tækifæri á alþjóðavettvangi.
- Hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn tafarlaust og skilyrðislaust.
Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að mæta þessum kröfum til að tryggja að alþjóðasamfélagið bregðist við bakslagi í kvenréttindum á alþjóðavettvangi og til að treysta lýðræði og áframhaldandi framþróun í jafnréttismálum, á tímum þegar konur hafa verið sérstaklega útsettar vegna alheimsfaraldurs COVID-19 og ófriðar í ýmsum þjóðríkjum.